Stjörnufans þegar Alfreð kveður Kiel

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Ljósmynd/Kiel

Óhætt er að segja að mikill stjörnufans verði á kveðjuhátíð til heiðurs Alfreð Gíslasyni í Kiel hinn 26. júlí.

Alfreð verður þá kvaddur eftir ellefu ára veru hjá Kiel en undir hans stjórn hefur liðið orðið Þýskalandsmeistari sex sinnum, þýskur bikarmeistari sex sinnum, unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-keppnina einu sinni.

Hátíðin verður í Sparkassen Arena, á heimavelli Kiel, og þar mun stjörnulið Alfreðs mæta liði Kiel sem Alfreð stýrði til sigurs í EHF-keppninni og þýska bikarnum í vetur. Að minnsta kosti einn Íslendingur verður í stjörnuliðinu, samkvæmt frétt Kieler Nachrichten, en það er Aron Pálmarsson sem hóf sinn atvinnumannsferil undir stjórn Alfreðs hjá Kiel og lék með liðinu árin 2009-2015. Á þeim árum fögnuðu þeir Aron og Alfreð fjölda titla, meðal annars sigri í Meistaradeild Evrópu tvisvar og þýska meistaratitlinum fimm sinnum.

Auk Arons verða í stjörnuliðinu menn á borð við Svíana Stefan Lövgren, Kim Andersson og Marcus Ahlm, Dominik Klein, Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Momir Ilic, Andreas Palicka, Daniel Kubes og Börge Lund, ásamt fleirum sem leikið hafa undir stjórn Alfreðs hjá Kiel.

Sjá alla greinina á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert