Bikarmeistararnir áfram eftir Íslendingaslag

Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Janus Daði Smárason í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dönsku bikarmeistararnir í Íslendingaliðinu Aalborg í handknattleik eru komnir áfram í átta liða úrslit keppninnar í ár eftir sigur á Kolding í Íslendingaslag í 16-liða úrslitunum í kvöld, 25:19.

Aalborg var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8, og lét forskotið aldrei af hendi í síðari hálfleik. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir liðið, en Ómar Ingi Magnússon var ekki með.

Hjá Kolding spilaði Árni Bragi Eyjólfsson sinn fyrsta keppnisleik, en hann kom til félagsins frá Aftureldingu í sumar. Hann skoraði eitt mark en Ólafur Gústafsson var ekki með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert