Ólafur skoraði sjö fyrir toppliðið

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad sem vann góðan 36:28-útisigur á Varberg í sænsku efstu deildinni í handknattleik í dag. Þá var Rúnar Kárason atkvæðamikill með liði sínu Ribe-Esbjerg í dönsku deildinni.

Ólafur skoraði sjö mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú. Kristianstad er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir.

Ribe-Esbjerg er í öðru sæti eftir fjórar umferðir í dönsku efstu deildinni en liðið hefur unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Í dag vann liðið 27:22-sigur á Mors-Thy en Rúnar skoraði fimm mörk og var með markahæstu mönnum. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg og Daníel Þór Ingason kom einnig við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert