Króatinn sterki valinn leikmaður tímabilsins

Domagoj Duvnjak
Domagoj Duvnjak AFP

Króat­inn Domagoj Duvnjak hefur verið valinn leikmaður ársins í þýska handboltanum en hann spilar fyrir meistaralið Kiel. Þjálfarar og leikmenn tilnefndu leikmenn og að lokum gátu stuðningsmenn kosið þann besta úr fjórum valmöguleikum.

Duvnak er einn besti handboltamaður heims en hann fór með Króötum alla leið í úrslit Evrópumeistaramótsins í janúar þar sem liðið tapaði gegn Spánverjum. Hann skoraði 65 mörk fyrir Kiel sem var úrskurðað þýskur meistari eftir að deildin var flautuð af vegna kórónuveirunnar þegar átta umferðir voru eftir af tímabilinu.

Samherji Duvnjak, Hendrik Pekeler, var einnig tilnefndur ásamt þeim Morten Olsen og markverðinum Niklas Landin. Íslenski landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson kom ekki til greina þrátt fyrir að vera markahæsti leikmaður deildarinnar með 216 mörk en hann spilar fyrir Lemgo sem hafnaði í 10. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert