Annar sigurinn á tveimur dögum

RJ Barrett var stigahæstur hjá New York Knicks í kvöld.
RJ Barrett var stigahæstur hjá New York Knicks í kvöld. AFP

New York Knicks vann í kvöld sinn annan sigur á jafnmörgum dögum í NBA-deildinni í körfuknattleik en heimaleik liðsins gegn Orlando Magic var að ljúka.

New York malaði Boston Celtics með þrjátíu stiga mun á útivelli í gær en vann leikinn í dag eftir öllu jafnari baráttu, 91:84.

Þetta er sjöundi sigur New York í fyrstu fimmtán leikjunum á tímabilinu en Orlando er á svipuðum slóðum í Austurdeildinni með sex sigra í fjórtán leikjum.

RJ Barrett skoraði 22 stig fyrir New York og tók 10 fráköst og Julius Randle var með 21 stig og 17 fráköst.

Nikola Vucevic skoraði 24 stig fyrir Orlando og tók 14 fráköst og Aaron Gordon var með 18 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert