Markmið Össurar í takt við Parísarsáttmála

SBTi staðfesta markmið og aðgerðaráætlanir fyrirtækja í loftslagsmálum.
SBTi staðfesta markmið og aðgerðaráætlanir fyrirtækja í loftslagsmálum. Ljósmynd/Aðsend

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. er fyrsta íslenska framleiðslufyrirtækið sem hefur fengið staðfestingu frá Science Based Targets initiative (SBTi) fyrir bæði skammtíma- og langtímamarkmið um samdrátt á losun gróðurhúsaloftegunda.

Samkvæmt SBTi byggja loftslagsmarkmið Össurar á vísindalegum grunni og styðja við aðgerðir Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

SBTi eru alþjóðleg samtök sem hafa þann tilgang að staðfesta að markmið og aðgerðaráætlanir fyrirtækja og stofnanna séu í samræmi við það sem loftslagsvísindi skilgreina nauðsynlegt til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.

Össur hlaut nýlega B í einkunn fyrir stýringu loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins hjá alþjóðlegu samtökunum CDP, en meðaleinkunn lækningafyrirtækja er C.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK