„Stolt að fá að starfa í sjávarútvegi“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er nýr framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er nýr framkvæmdastjóri SFS.

Fram­kvæmda­stjóri SFS seg­ir rekst­ur í sjáv­ar­út­vegi hafa gengið vel und­an­far­in ár en var­huga­vert sé að ráðast í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Rekst­ur fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sé áhættu­sam­ur og góð ávöxt­un und­an­far­inna ára sé ekki ávís­un á gott gengi í framtíðinni.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir var ráðin fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, á dög­un­um. Heiðrún á ræt­ur sín­ar að rekja til Akra­ness og hef­ur sterka teng­ingu við sjáv­ar­út­veg­inn, en faðir henn­ar var skip­stjóri á Höfr­ungi, Ing­unni og síðan Eng­ey.

Mik­il­vægt að geta haldið sjó

„Rekst­ur hef­ur gengið vel á und­an­förn­um árum í sjáv­ar­út­vegi en það er ekki fasti að rekst­ur­inn gangi vel og það eru stór­ir áhættuþætt­ir í sjáv­ar­út­vegi sem ann­ar at­vinnu­rekst­ur býr al­mennt ekki við. Öll gjöld sem á að leggja á grein­ina þarf að skoða sér­stak­lega í því sam­hengi,“ seg­ir Heiðrún aðspurð um af­stöðu sína varðandi veiðigjöld­in. „Góðu árin eru nýtt til að fjár­festa, kaupa betri skip og tækni­vædd­ari tæki. Fyr­ir­tæk­in eru því bet­ur í stakk búin til að halda sjó þegar harðnar á daln­um.“

Heiðrún tek­ur fram að þótt stærri aðilar í sjáv­ar­út­vegi geti hugs­an­lega hagrætt í rekstri þannig að þeir geti staðið und­ir nokk­urri gjald­töku þá bitn­ar sá veru­leiki verr á smærri aðilum í grein­inni. „Verði aukið á þau gjöld sem sjáv­ar­út­veg­ur greiðir til rík­is­ins munu þess­ir aðilar án vafa eiga erfiðara með að fóta sig, þar sem minna svig­rúm kann að vera til hagræðing­ar en hjá þeim stærri og tækni­vædd­ari. Hafi fyr­ir­tæki ekki svig­rúm til hagræðing­ar, þá er fyr­ir­sjá­an­legt að þau muni reyna að kom­ast út úr grein­inni og selja rekst­ur­inn. Kaup­end­ur yrðu þá að lík­ind­um stærri út­gerðir, þannig að af­leiðing­in yrði fækk­un fyr­ir­tækja og auk­in samþjöpp­un á markaðnum.“

Fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið virk­ar

Að henn­ar sögn þarf að hafa hug­fast að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í alþjóðlegri sam­keppni. Gjald­taka sem er veru­lega um­fram það sem er­lend­ir keppi­naut­ar þurfa að greiða til þess rík­is sem þeir hafa heim­il­is­festi í er því ekki skyn­sam­leg. „Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er að greiða meira til sam­fé­lags­ins en fyr­ir­tæki í sam­an­b­urðarlönd­um. Við verðum því að spyrja okk­ur þeirr­ar spurn­ing­ar hvort við séum í raun far­in að taka þess hátt­ar fjár­muni út úr grein­inni að það sé farið að bitna á sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í alþjóðlegu sam­hengi?“

Heiðrún telur Íslendinga hafa náð góðum árangri í stjórnun fiskveiða.
Heiðrún tel­ur Íslend­inga hafa náð góðum ár­angri í stjórn­un fisk­veiða. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Nokkuð hef­ur borið á þeirri umræðu að mögu­lega væri rétt að taka Fær­ey­inga okk­ur til fyr­ir­mynd­ar og bjóða upp veiðiheim­ild­ir hér á landi. Heiðrún er ef­ins um slík­ar hug­mynd­ir: „Það er rétt og gagn­legt fyr­ir okk­ur að fylgj­ast með þess­ari til­raun Fær­ey­inga og hverju hún í raun komi til með að skila. Ég hef hins veg­ar mikl­ar efa­semd­ir um að upp­boðsleið eða fyrn­inga­leið sé sú rétta fyr­ir okk­ur Íslend­inga.“

Áhættu­söm til­rauna­starf­semi var­huga­verð

„Í fyrsta lagi erum við með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem hef­ur, ólíkt kerfi Fær­ey­inga, skilað þeim mark­miðum sem að var stefnt,“ seg­ir Heiðrún. „Í öðru lagi er það sýnd veiði en ekki gef­in að upp­boð muni skila aukn­um fjár­mun­um til rík­is­ins. Fær­ey­ing­ar gerðu sér von­ir um að fá meiri fjár­muni út úr þeim 36.000 tonn­um sem boðin voru upp en þeir að end­ingu fengu.“

Heiðrún seg­ir að í þriðja lagi skili upp­boð ekki nýliðun, líkt og vænt­ing­ar Fær­ey­inga stóðu til. „Í heild­ina voru fimm hæst­bjóðend­ur á upp­boðunum og eng­inn þeirra er nýr. Stærstu kaup­end­ur heim­ild­anna voru raun­ar stærri aðilar í grein­inni. Þetta er atriði sem við eig­um að gæta sér­stak­lega að, enda er mik­ill fjöldi smærri út­gerða hér á  landi sem eru hryggj­ar­stykkið í at­vinnu ein­stakra svæða á lands­byggðinni. Verði þess­ir aðilar und­ir í útboðum get­ur það haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir hlutaðeig­andi byggðakjarna og fólkið sem þar býr.

Í fjórða lagi,“ bæt­ir Heiðrún við, „auka upp­boð á óvissu í rekstri. Reynsla annarra ríkja sýn­ir að sam­drátt­ur verður í fjár­fest­ing­um og at­vinnu­ör­yggi bæði sjó­manna og fólks í vinnslu er stefnt í hættu. Þegar við lít­um til þess ár­ang­urs sem Íslend­ing­ar hafa náð við stjórn­un fisk­veiða, þá er áhættu­söm til­rauna­starf­semi með breyt­ing­ar á kerf­inu var­huga­verð.“

Hún bend­ir á að skipt­ar skoðanir séu um það hversu vel hafi til tek­ist í Fær­eyj­um en tím­inn eigi bet­ur eft­ir að leiða í ljós hvort upp­boðin skili til­ætluðum ár­angri þar í landi.

Fisk­veiðiráðgjöf for­senda sjálf­bærni í veiðum

Heiðrún seg­ir einnig lítið hafa farið fyr­ir því í umræðunni hvaða fiski­stofna Fær­ey­ing­ar ákváðu að bjóða út í þess­ari at­rennu. „Um var að ræða heim­ild­ir til að veiða úr sam­eig­in­leg­um fiski­stofn­um, en ekki stofn­um á heima­miðum. Þrátt fyr­ir að samn­ing­ar hafi ekki tek­ist um veiðar úr þess­um sam­eig­in­legu stofn­um þá hafa Íslend­ing­ar veitt í sam­ræmi við fisk­veiðiráðgjöf. Ráðgjöf­in er enda grund­völl­ur þess að stofn­um verði við haldið. Það hafa Fær­ey­ing­ar ekki gert og þeir hafa ein­hliða tekið sér til muna stærri hlut­deild meðal ann­ars í síld og kol­munna. Útboðin tengj­ast þess­um veiðum, en við Íslend­ing­ar höf­um lagt mik­inn þunga á sjálf­bærni í sjáv­ar­út­vegi og að veitt sé í sam­ræmi við ráðgjöf sér­fræðinga. Það er auðvitað grund­völl­ur þess ár­ang­urs sem við höf­um náð. Þess­ar aðgerðir Fær­ey­inga eru því ekki til eft­ir­breytni og síst til þess að stuðla að viðhaldi þess­ara fiski­stofna.“

Viðskipta­sam­bönd ekki byggð á ein­um degi

Þá bend­ir Heiðrún einnig á að sala fiskaf­urða er­lend­is byggi á ára­langri vinnu við markaðssetn­ingu og traustu viðskipta­sam­bandi við kaup­end­ur. „Með útboðum kann tvennt að ger­ast; ann­ars veg­ar get­ur þessi fjár­fest­ing tap­ast hjá þeim sem í hana hafa lagt ef þeir verða ekki hæst­bjóðend­ur í upp­boðum og hins veg­ar gætu nýrri aðilar sem fengju veiðiheim­ild­ir á upp­boði átt erfitt með að koma afurðinni á markað. Hér á landi hef­ur okk­ur tek­ist að tvinna vel sam­an veiðar, vinnslu og markaðssetn­ingu. Þetta hef­ur skilað sér í hágæða vöru sem kaup­end­ur greiða hátt verð fyr­ir. Í því felst sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og við vilj­um ekki draga úr henni með van­hugsuðum til­raun­um á kerf­inu.“

Góðar framtíðar­horf­ur

Aðspurð um framtíðar­horf­ur í sjáv­ar­út­vegi seg­ir Heiðrún að þær séu al­mennt góðar og spenn­andi sé að fylgj­ast með þeirri miklu framþróun sem er að eiga sér stað. „Sjáv­ar­út­veg­ur í dag snýst um svo miklu meira en veiðar og vinnslu. Þó veru­leg­ar umbreyt­ing­ar hafi orðið í þeim þátt­um á umliðnum árum, meðal ann­ars með tólf nýj­um skip­um og auk­inni tækni­væðingu í vinnslu, þá eru sí­fellt að verða til störf sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi með bein­um hætti.“

Ný­sköp­un er mik­il í grein­inni, að henn­ar sögn. „Afurðir eru nú nýtt­ar enn bet­ur og vör­ur sem þróaðar hafa verið skipta tug­um, jafn­vel hundruðum. Íslensk­ar sjáv­ar­af­urðir eru nýtt­ar í snyrti­vör­ur, fæðubót­ar­efni, fatnað og lækn­ing­ar, svo fátt eitt sé nefnt, og meira að segja er kom­in á markað afurð sem á að draga úr offitu gælu­dýra. Þegar maður heyr­ir af svona fjöl­breyttu hug­viti, þá veit maður að ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru all­ir veg­ir fær­ir. Ég er í það minnsta stolt af því að fá að starfa með fólk­inu sem til­heyr­ir hon­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 586,13 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 134,82 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Ásþór RE 395 Handfæri
Þorskur 1.881 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.891 kg
27.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 1.259 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 1.309 kg
27.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 300 kg
Steinbítur 273 kg
Þorskur 236 kg
Hlýri 141 kg
Ýsa 133 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.085 kg
27.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 8.513 kg
Samtals 8.513 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 586,13 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 353,65 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 134,82 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,51 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Ásþór RE 395 Handfæri
Þorskur 1.881 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.891 kg
27.3.25 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 1.259 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 1.309 kg
27.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Keila 300 kg
Steinbítur 273 kg
Þorskur 236 kg
Hlýri 141 kg
Ýsa 133 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.085 kg
27.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 8.513 kg
Samtals 8.513 kg

Skoða allar landanir »