„Verðum að líta til reynslu annarra þjóða"

Sitt sýnist hverjum um ágæti hugmynda um uppboð á aflaheimildum.
Sitt sýnist hverjum um ágæti hugmynda um uppboð á aflaheimildum. mbl.isÓmar Óskarsson

Þessi dægrin ber talsvert á þeirri umræðu að skynsamlegt væri að bjóða upp aflaheimildir í því augnamiði að auka tekjur ríkissjóðs af fiskveiðum.

Sigurður Steinn Einarsson skrifaði lokaritgerð sína í sjávarútvegsfræði um veiðigjöld og hvernig gjaldtöku er háttað í öðrum löndum. Hann hefur sérþekkingu á fiskveiðistjórnun og gjaldtöku af auðlindum sjávar.

Sigurður skrifaði grein nýverið þar sem hann lýsir þeirri þróun sem varð í kjölfar þess að uppboð á aflaheimildum var tekið upp í Rússlandi og Eistlandi um aldamótin. Þar bendir Sigurður á að mikið sé vitnað í tilraunir Færeyinga í þessum efnum og því gjarnan verið haldið fram að uppboðstilraunir þeirra hafi tekist vel. Hafa beri þó í huga að aðrar þjóðir hafi reynt fyrir sér með uppboð á aflaheimildum en lítið sem ekkert hafi verið horft til reynslu þeirra þjóða í umræðu hér á landi.

Uppboðsleið Eista og Rússa

„Það eru í rauninni aðeins þrjár þjóðir sem hafa ákveðið að prófa uppboð á aflaheimildum. Það eru Rússland, Eistland, Falklandseyjar og nú síðast Færeyjar, eins og við þekkjum,“ segir Sigurður. Hann tekur fram í grein sinni um málið snúi öðruvísi fyrir íbúa Falklandseyja því sökum fámennis þar hafi þjóðin litla burði til að sækja þann afla sem heimilt sé að veiða og því hafi verið leitað tilboða frá erlendum fyrirtækjum.

Sigurður segir að „um aldamótin var svipuð staða í Eistlandi og Rússlandi og nú er hér, þ.e. menn vildu fá meira úr þessum auðlindaarði í sameiginlega sjóði og uppboð á aflaheimildum var sú leið sem menn ákváðu að fara þar á þessum tíma.“

„Eistar buðu upp 10% aflaheimilda á árunum 2001 til 2003, þegar árangurinn af uppboðskerfinu var metinn. Niðurstaðan var fjarri því að vera jákvæð. Uppboðskerfið var talið hafa leitt til sóunar á auðlindinni, orðið til þess að smærri fyrirtæki urðu gjaldþrota og leitt til stórminnkandi starfsöryggis sjómanna. Af þessum ástæðum var ákveðið að hætta uppboðum á aflaheimildum,“ bendir Sigurður á.

Mikill samdráttur í skipafjölda og starfsöryggi sjómanna ógnað

 „Þar varð gífurlegur samdráttur í fjölda skipa strax á fyrsta ári. Mönnum þótti það svo sem í lagi, því það þurfti hvort eð er að auka hagkvæmni í sjávarútvegi. En samhliða því bar strax á því að sjómenn sjálfir bentu á að þeirra starfsöryggi var lagt í rúst,“ heldur Sigurður áfram.

Í austurhluta Rússlands stóð einnig yfir uppboð á aflaheimildum árin 2001 til 2003. Vonir stóðu til að leiðin myndi auka hlut ríkisins í auðlindarentunni, auka gagnsæi varðandi úthlutun á fiskveiðiheimildum og gera atvinnugreinina arðbærari.

„Hjá Rússum var þetta voðalega gott og blessað í byrjun. Menn fá þarna í ríkiskassann gífurlega fjármuni þrátt fyrir að allur kvótinn hefði ekki selst. Þetta voru þannig fjárhæðir að menn hefðu ekki getað ímyndað sér að þetta myndi heppnast svona vel, í það minnsta þar sem tilgangurinn var jú að ná sem mestu í sameiginlega sjóði,“ segir hann. „Það er í takt við það sem við erum að sjá í Færeyjum akkúrat núna. Það er að fást miklu hærra verð en menn hefðu giskað á fyrirfram. Þeir hafa meira að segja sjálfir sagt að þetta sé ekki sjálfbært verð fyrir þessar heimildir.“

Dramatískur viðsnúningur eftir fyrsta árið

Sjávarútvegur í austurhluta Rússlands skilaði 6 milljarða króna hagnaði árið 2000. Dramatískur viðsnúningur átti sér hins vegar stað 2001; tap varð af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu  sem nam 6 milljörðum króna.

Upplýst var að árið 2001 væru 90% sjávarútvegsfyrirtækja  á umræddu svæði þegar illa stödd og jafnvel á barmi gjaldþrots. Þá hófu sveitarfélög á uppboðssvæðinu strax árið 2001 að kvarta sáran því uppboðskerfið leiddi til þess að 96% af skatttekjum af sjávarútvegi runnu til ríkisins en einungis 4% til sveitarfélaga. Áður höfðu 34% af skatttekjum af sjávarútvegi runnið til sveitarfélaga.

Skuldir sjávarútvegsins á svæðinu fóru úr 30% af framleiðsluverðmæti ársins 2000 í 66% af framleiðsluverðmæti ársins 2002, en sú þróun bendir ótvírætt til þess að sjávarútvegsfyrirtækin hafi boðið of hátt verð í þær heimildir sem boðnar voru upp.“

Sigurður Steinn segir Íslendinga verða að horfa til reynslu annarra …
Sigurður Steinn segir Íslendinga verða að horfa til reynslu annarra þjóða í tengslum við hugmyndir um uppboð á aflaheimildum. Mynd af heimasíðu Síldarvinnslunnar

Ekki sjálfbært verð

 Sigurður bendir á að í Færeyjum sé að fást miklu hærra verð en menn hefðu giskað á fyrirfram. Þeir hafi meira að segja sjálfir sagt að það verð sem fékkst fyrir heimildirnar sé ekki sjálfbært.

„Það er í rauninni akkúrat það sem var uppi á teningunum hjá þeim þjóðum sem höfðu farið þessa leið áður, Rússlandi og Eistlandi,“ bendr Sigurður á. „Menn voru að kaupa sér kvóta með því að auka skuldsetningu eða selja eignir og síðan varð gríðarlegur viðsnúningur í Rússlandi. Þar sem áður var hagnaður var orðinn að tapi á afar skömmum tíma.“

Reynsla Rússa og Eista af umgengni um auðlindina í kjölfar uppboðanna bendir Sigurður á að hafi verið fjarri því að vera jákvæð.

„Hvati þeirra sem stunda veiðar undir þessum formerkjum er að fá sem mest fyrir sitt pund, en ekki ganga vel um auðlindina með langtímasjónarmið í huga. Af því leiðir að menn forðast að koma með smærri fisk að landi, eins og dæmin sanna. Oft keyptu fyrirtæki í þessum löndum aflaheimildir á svo háu verði að skip þeirra komu einungis með fisk af hagstæðustu stærð að landi. Athygli vakti að nánast engin smáufsi veiddist heldur einungis ufsi af þeirri stærð sem hentaði best til vinnslu. Þetta benti ótvírætt til mikils brottkasts á smáfiski,“ bendir Sigurður á.

„Talið var að framhjálandanir og ólöglegar veiðar hafi aukist stórlega með tilkomu uppboðskerfisins og hafi slíkur afli numið um 120 milljörðum króna árin 2001-2003. Almennt var uppboðskerfið álitið hafa leitt til slæmrar umgengi um auðlindina og má nefna sem dæmi að veiðiheimildir í alaskaufsa voru 2,3 milljónir tonna 1998 en einungis 930 þúsund tonn 2002.“ Þetta segir Sigurður lýsandi fyrir umgengni manna um auðlindina á þessum tíma.

Hagnaður ríkisins of dýru verði keyptur

Í júlí 2003 hættu rússnesk stjórnvöld að bjóða upp aflaheimildir á svæðinu og var aftur tekið upp kerfi sem byggði á veiðireynslu. Fyrirtækjunum var gert að greiða veiðigjöld og runnu 80% þeirra til ríkisins en 20% til sveitarfélaga. Skyndihagnaður ríkisins af uppboðsleiðinni reyndist of dýru verði keyptur. Verðið á aflaheimildunum á markaði var í engu samræmi við afurðaverð og ljóst að slíkt gekk ekki til lengdar.

Einn af meintum kostum hinar títtnenfdu uppboðsleiðar telja menn að felist í dreifingu verðmæta sjávar á fleiri hendur en nú er raunin. Sigurður tiltekur að í Færeyjum hafi niðurstaðan orðið sú að tvö félög hafi fengið 95% af fiskveiðikvótanum í Barentshafi og þrjú félög nældu sér í 85% uppsjávarkvótans. Niðurstaða útboða í Færeyjum sé því ekki aukin dreifing verðmæta heldur þvert á móti enn frekari samþjöppun.

„Ég held að þegar menn skoði þessa reynslu Eista og Rússa að þá hljóti þeir að gera sér grein fyrir því að þetta er ekkert einfalt mál. Við erum með kerfi sem virkar rosalega vel. Það er engin þjóð í heiminum sem gerir jafnmikið úr auðlind sjávar og við. Ef menn vilja auka tekjur ríkisins úr greininni þá eru til aðrar leiðir til þess en þessi uppboðsleið,“ segir Sigurður Steinn að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »