Sjómenn fara í verkfall

Sjómenn hafa talað. Verkfall hefst 10. nóvember ef ekki semst …
Sjómenn hafa talað. Verkfall hefst 10. nóvember ef ekki semst fyrir þann tíma. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Verkalýðsfélög sjómanna og vélstjóra um land allt felldu kjarasamninga við SFS með miklum meirihluta. Kosningu lauk á hádegi í dag. Verkfall er boðað 10. nóvember næstkomandi.

„Já, það er alveg áreiðanlegt. Menn eru að fara í verkfall,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Beðið er niðurstaðna frá tveimur félögum utan af landi en þau eru fámenn og niðurstaða á landsvísu er sú að um eða yfir 90% sjómanna felldu samningana og samþykktu verkfallsboðun. 

Frétt mbl.is: Vélstjórar samþykktu verkfall

„Ef ekki semst, þá hefst verkfallið 10. nóvember næstkomandi,“ segir Valmundur. „Vonandi semst nú fyrir þann tíma, en við erum komnir með afgerandi umboð frá sjómönnum um það hvað þeir vilja. Þeir eru klárir í átök ef ekki semst.“

„Blæs á málflutning útgerðanna.“

Aðspurður um það hvaða mál það eru sem sjómönnum svíði helst við þá kjarasamninga sem felldir voru segir Valmundur það vera fyrst og fremst fiskverðið. Sjómenn telji það verð sem þeir fá fyrir aflann óviðunandi. „Mönnunarmálin koma líka inn í þetta, sem og fatakostnaður.“

Eins vilja menn sjá málefni varðandi lögbundna orlofs- og desemberuppbót færð til betri vegar: „Sjómenn eru eina starfsstéttin í landinu sem nýtur ekki slíks, og ég blæs á þann málflutning útgerðanna að sjómenn eigi ekki rétt á slíku sökum þess að þeir vinna á hlutaskiptum. Það er út í hött,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,79 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 504,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 340,87 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 187,60 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 246,96 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.11.24 570,79 kr/kg
Þorskur, slægður 8.11.24 504,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.11.24 340,87 kr/kg
Ýsa, slægð 8.11.24 231,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.11.24 187,60 kr/kg
Ufsi, slægður 8.11.24 247,32 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 8.11.24 246,96 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.022 kg
Ufsi 57 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 9 kg
Samtals 1.100 kg
8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg

Skoða allar landanir »