Fiskútflytjendur áberandi í gögnunum

AFP

Ýmis dæmi eru um að fyrirtæki tengd sjávarútvegi eða einstaklingar tengdir þeim hafi nýtt sér félög á aflandseyjum. Áberandi í þeim hópi eru einstaklingar tengdir fyrirtækjum í fiskútflutningi. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag en umfjöllunin er unnin í samstarfi við fyrirtækið Reykjavík Media ehf. og byggð á upplýsingum úr svonefndum Panama-skjölum.

Fram kemur í fréttinni að í gögnunum, sem koma frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sé meðal annars að finna útgerðarmenn, fiskútflytjendur, skipasala og einn fisksala á Íslandi. Þar segir enn fremur að gögnin sýni að notkun á aflandsfélögum í röðum þessara aðila hafi ekki hætt í bankahruninu þar sem mörg gagnanna séu frá árunum 2010-2014.

Meðal annars er fjallað um aflandsfélögin Norys Capital Ltd., Becot Holding S.A og Elite Seafoods Panama Corp í eigu Ellerts Vigfússonar fiskútflytjanda. Hann sé hvað umsvifamestur af íslenskum aðilum tengdum sjávarútvegi í skjölunum. Eitt af félögum Ellerts, Norys Capital, hafi fengið lánaðar 850 milljónir króna frá Landsbankanum í Lúxemborg árið 2002.

Viðskipti tengd aflandsfélaginu Freezing Point Corp séu einnig áberandi í gögnunum en félagið er í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, samkvæmt fréttinni. Ekki náðist í Sigurð vegna málsins en Ellert sagðist ekki telja ástæðu til þess að ræða um félögin í hans eigu við blaðamann Fréttatímans.

Félagið ekki notað í rekstri fyrirtækisins

Félagið World Wide Seafood Trading and Consulting Limited var stofnað á Bresku jómfrúareyjum árið 2001 af hjónunum Laufey Sigurþórsdóttur og Björgvin Kjartanssyni sem reka fyrirtækið Hamrafell í Hafnarfirði. Haft er eftir Laufeyju að félagið hafi ekki tengst rekstri Hamrafells og engin slík félög hafi verið notuð í tengslum við fyrirtækið.

Laufey segir enn fremur að félagið hafi verið stofnað samkvæmt ráðleggingum frá Landsbanka Íslands í Lúxemburg. Ekkert skattalegt hagræði hafi verið af því að eiga félagið fyrir þau hjónin þar sem enginn auðlegðarskattur hafi verið á Íslandi á þessum tíma. Félagið hafi verið notað fyrir fé í þeirra eigu sem flutt hafi verið í félögin en síðan hafi tapast í bankahruninu.

Einnig er fjallað um aflandsfélagið Huskon International í eigu Theódórs Guðbergssonar, fiskverkanda og kaupsýslumanns í Garði. Félagið hafi verið stofnað árið 2006 í Panama. Haft er eftir Theodór að félagið hafi verið notað til þess að selja skip sem keypt hafi verið í Rússlandi. Landsbanki Íslands hafi ráðlagt notkun slíks félags í þessum viðskiptum.

Theodór hafi sagt Huskon International hafa haft íslenska kennitölu og greitt skatta hér á landi. Félagið Arctic Circle Invest kemur einnig við sögu í gögnunum en það tengist honum einnig. Það félag tengist einnig fiskútflutningsfyrirtækinu Godthaab á Nöf í Vestmannaeyjum og Árna Stefáni Björnssyni sem rekið hefur smábátaútgerðina Rakkanes.

Enn fremur er fjallað um aflandsfélög sem tengst hafi einstaklingum sem rekið hafi Sjólaskip í Hafnarfirði um árabil. Einnig félagið Aragon Partners Inc. sem sagt er tengjast útgerðarmanninum Jakobi Valgeiri Flosasyni á Bolungarvík. Haft er hins vegar eftir honum að hann kannist ekki við félagið. Ekki sé hægt að fullyrða að það sé ekki rétt.

„Ég kann ekkert í fjárfestingum

Félagið Hornblow Continental Corp. er einnig í gögnunum sem sagt er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarmanns í Samherja. Nafn Þorsteins Vilhelmssonar, bróður hans, sé þar einnig vegna félagsins Cliffs Investments. Þá hafi Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, tengst tveimur félögum.

Útgerðarmaðurinn Örn Erlingsson er einnig í Panamaskjölunum samkvæmt umfjöllun Fréttatímans en hann rak útgerðina Sólbakka ehf. Einn fisksali er í gögnunum segir í fréttinni. Kristján Berg Ásgeirsson sem rekur Fiskikónginn í dag. Hann segir í samtali við blaðið að hann hafi selt fiskbúð og flutt til Danmerkur þar sem skattar væru háir.

Landsbanki Íslands í Lúxemborg hafi ráðlagt honum að stofna aflandsfélagið Solberg Group Ltd. Ráðleggingar á Seychelles-eyjum árið 2006. Hann hafi greitt skatta af sölunni á Íslandi en ekki viljað fara með peningana til Danmerkur. Peningarnir, um 200 milljónir króna, hafi hins vegar tapast í bankahruninu. Hann sé löngu hættur að nota félagið.

„Ég kann ekkert í fjárfestingum; ég er bara fisksali og hef alltaf bara verið það. Ég treysti öðrum mönnum til að gefa mér ráðleggingar um þetta. Ég vissi ekki betur á þessum tíma en að þetta væri í lagi. Ég var þrjátíu og tveggja ára og hélt ég gæti bara hætt að vinna og lifað á þessum peningum. Það er leiðinlegasta starf sem ég hef verið í,“ er haft eftir honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 450,27 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 617,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 247,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 238,18 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.518 kg
Þorskur 612 kg
Keila 124 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 2.309 kg
16.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Þorskur 136.419 kg
Karfi 48.580 kg
Samtals 184.999 kg
15.1.25 Börkur NK 122 Flotvarpa
Kolmunni 2.432.153 kg
Samtals 2.432.153 kg
15.1.25 Gullberg VE 292 Flotvarpa
Kolmunni 610.427 kg
Samtals 610.427 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 450,27 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 617,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 247,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 238,18 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.518 kg
Þorskur 612 kg
Keila 124 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 2.309 kg
16.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Þorskur 136.419 kg
Karfi 48.580 kg
Samtals 184.999 kg
15.1.25 Börkur NK 122 Flotvarpa
Kolmunni 2.432.153 kg
Samtals 2.432.153 kg
15.1.25 Gullberg VE 292 Flotvarpa
Kolmunni 610.427 kg
Samtals 610.427 kg

Skoða allar landanir »