„Kerfið er gallað“

Álfheiður sat fund FA og SFÚ fyrir hönd Pírata, þar …
Álfheiður sat fund FA og SFÚ fyrir hönd Pírata, þar sem meðal annars var rætt um tvöfalda verðmyndun og samkeppnishömlur í sjávarútvegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var einmitt að fara að skrifa grein um sjávarútveginn“, segir Álfheiður Eymarsdóttir Pírati þegar blaðamaður 200 mílna náði tali af henni nú í morgunsárið. Álfheiður er stjórnmálafræðingur og skipar 4. sæti í stærsta stjórnmálaflokki landsins miðað við nýjustu tölur.

Uppalin á Hornafjarðarbryggjunni

Álfheiður er fædd á Höfn í Hornafirði og er dóttir skipstjóra á rúmlega 100 tonna bát. Hún segist að mestu hafa alist upp á bryggjunni á Hornafirði og hafa ætlað sér að verða skipstjóri eins og faðir hennar. Þau áform hennar breyttust og eftir að hafa kynnst Internetinu hafi hún heillast af því og síðan lengst af unnið við tölvur.

Árið 2009 hóf hún rekstur með félaga sínum sem unnið hafði sem verkstjóri í fiskvinnslu í Hafnarfirði. Þau keyptu vélar og tæki af því félagi eftir að það lagði upp laupana og ákváðu að hefja fiskvinnslu.

„Ég þekkti náttúrulega útgerðarhliðina áður en þarna fékk ég að kynnast hinni hliðinni; vinnslunni, útflutningi og fiskmarkaðnum,“ segir Álfheiður.

Umræðan um sjávarútveg einsleit

Á dögunum var haft eftir Alberti Svavarssyni framkvæmdastjóra Ísfisks á Breiðdalsvík í frétt 200 mílna að tvöföld verðmyndun væri í íslenskum sjávarútvegi. Lóðrétt samþættar útgerðir byggju þar við óeðlilegt forskot á smærri vinnslur og segist Álfheiður sammála því: „Svona er þetta og hefur verið mjög lengi. Þetta er einn þátta kvótakerfisins sem mismunar fyrirtækjum en um þetta er lítið talað.“

Hún segir umræðuna um sjávarútveg fyrst og fremst snúast um uppboð á aflaheimildum annars vegar og auðlindagjaldið hins vegar. „Það er bara ekkert talað um annað,“ segir hún. „Varðandi hugmyndir um allan afla á markað, tvöfalda verðmyndun á fiski og aðstöðumun milli smærri og stærri aðila á þessum markaði þá er staðan sú að þetta þarf að koma fram. Þetta er staðreynd og það verður að fjalla um þetta. Það er alveg hægt að tala um þetta á mannamáli svo fólki skilji hvað er í gangi.“

„Markaðurinn er skortmarkaður“

Talsmaður stjórnar SFÚ deildi nýlega hart á stjórnvöld vegna aðstæðna á innlendum fiskmarkaði. Sagði hann skortmarkað við lýði og lóðrétt samþættar stórútgerðir í yfirburðastöðu gagnvart fiskvinnsluaðilum án útgerða.

Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, setti í þessu sambandi fram sínar hugmyndir í nýlegu viðtali við Kvótann. Þær hugmyndir fela í sér að útgerðum sem hafa yfir veiðiheimildum að ráða verði í sjálfsvald sett hvort þær taka fiskinn áfram til sín í vinnslu á markaðsverði, eða setja hann á markað allan eða að hluta til og kaupi síðan að einhverju leyti aftur. Með þessu móti þurfi virðiskeðjan ekki að slitna.

Stjórnmálafræðingurinn og skipstjóradóttirin Álfheiður Eymarsdóttir skipar 4. sæti á lista …
Stjórnmálafræðingurinn og skipstjóradóttirin Álfheiður Eymarsdóttir skipar 4. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Myndin er aðsend.

Álfheiður segist ekki hafa heyrt þetta fyrr en sér komi á óvart að sjómenn séu að tjá sig opinberlega um þessi mál, þar sem starfsöryggi sjómanna almennt sé brothætt. Píratar vilji þó ganga lengra og vilja allan afla á markað án undantekninga. Þau telji það einu leiðina til þess að eðlilegt markaðsverð á fiski myndist og að allir sitji við sama borð. Sú staðreynd að skortmarkaður sé við lýði á innlendum fiskmarkaði verði óhjákvæmilega til þess að verðmyndun verði alltaf óeðlileg ef allur fiskur fari ekki á markað.

„Kerfið er gallað og virðiskeðjuna má alveg slíta“

„Við teljum nefnilega að það þurfi einmitt að rjúfa þessa virðiskeðju. Ef stóru aðilarnir mega selja sjálfum sér fisk á Verðlagsstofuverði, vinna hann og flytja síðan út til eigin sölufyrirtækis – aftur á Verðlagsstofuverði - þá gildir þeirra eigið verð. Svo selja þeir fiskinn þaðan á markaðsverði. Þetta gerir það að verkum að allur hagnaður sem verður til í greininni gæti mögulega orðið til þarna úti. Kerfið er þannig uppbyggt að það er möguleiki að flytja allan arð af þessari sameiginlegu auðlind til útlanda,“ bendir hún á.

„Þetta er stór kerfisgalli. Við erum ekki að ásaka neinn um neitt, en þetta er möguleiki sem er innbyggður í kerfið. Við teljum að með því að allur afli fari á markað verði þetta vandamál leyst. Þá verður ekki hægt að flytja hagnaðinn út vegna þess að þá er alltaf fullt markaðsverð fyrir fiskinn,“ segir Álfheiður.

Frjáls markaður veitir aðhald

Hún gefur lítið fyrir þau rök að gæðum sé telft í tvísýnu ef virðiskeðjan slitni. Þeir sem landi sínum afla undir gefnum gæðastaðli markaðarins muni óhjákvæmilega fá lægra í sinn hlut fyrir sína vöru og þannig annað hvort þvingaðir til að gera gangskör í þeim efnum eða heltast úr lestinni annars.

„Þetta eru önnur rök sem menn hafa notað. Við höfum hins vegar engin rök heyrt sem koma í veg fyrir framfarirnar sem þessum hugmyndum okkar fylgja,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir.

Uppboð á heimildum allavega tvisvar á ári

Um reynslu Norðmanna af aðskilnaði veiða og vinnslu segir hún: „Það er hægt að laga svona með uppboði á veiðiheimildum. Það er að segja, veiðiheimildir má hafa til mismunandi langs tíma. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að mögulega verði uppboð á veiðiheimildum tvisvar á ári. Við sjáum fyrir okkur að það verði boðnar upp heimildir af öllu tagi og viljum hverfa frá þessi hefðbundna kvótaári í þessum efnum,“ segir Álfheiður. Hún bætir við að þorskgengd í Noregi sé ekki sambærileg og við Íslandsstrendur og hefur ekki áhyggjur af því að ekki takist að laga minni háttar snuðrur sem upp kunni að koma.

„Ef í ljós kemur, eftir kannski þrjú ár, að þetta er vandamál þá bara fínstillum við kerfið. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að þetta gerist. Við teljum fjölbreytnina í fiskiskipum og í samsetningum fyrirtækja eftir að aukast ef okkar hugmyndir ganga eftir og það viljum við sjá verða að veruleika,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.089 kg
Þorskur 2.909 kg
Karfi 17 kg
Samtals 6.015 kg
16.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 322 kg
Steinbítur 66 kg
Ýsa 49 kg
Samtals 437 kg
16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 334 kg
Þorskur 82 kg
Ýsa 47 kg
Karfi 31 kg
Langa 27 kg
Keila 21 kg
Samtals 542 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.089 kg
Þorskur 2.909 kg
Karfi 17 kg
Samtals 6.015 kg
16.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 322 kg
Steinbítur 66 kg
Ýsa 49 kg
Samtals 437 kg
16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 334 kg
Þorskur 82 kg
Ýsa 47 kg
Karfi 31 kg
Langa 27 kg
Keila 21 kg
Samtals 542 kg

Skoða allar landanir »