Allt að helmingur sjómanna áfram í verkfalli

Í gær var skrifað undir samkomulag milli SFS og hluta …
Í gær var skrifað undir samkomulag milli SFS og hluta Sjómannasambands Íslands um kjarasamning til tveggja ára. Nær samkomulagið til rúmlega helmings sjómanna hér við land. mbl.is/Brynjar Gauti

Um helmingur sjómanna er áfram í verkfalli eftir að hluti sjómannafélaga skrifuðu undir samkomulag við Samtök félaga í sjávarútvegi í nótt, en samningurinn nær til tveggja ára. Þetta mun væntanlega hafa áhrif á um helming skipa hér við land, en Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands skrifuðu ekki undir samkomulagið.

Í gærkvöldi var greint frá því að Sjómannasamband Íslands hefði undirritað samkomulag við útgerðamenn. Sjómannasambandið er regnhlífasamtök 23 sjómanna- og verkalýðsfélaga víðsvegar um landið, en Sjómannafélag Íslands á þar þó ekki aðild. Þegar ljóst var að Sjómannasambandið myndi skrifa undir samninginn dró Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur samningsumboð sitt til baka og gengu af fundi. Félagið er stærsta félagið í Sjómannasambandinu.

38-48% áfram í verkfalli

Í samtali við mbl.is segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins, að verkfall sjómanna hafi náð til um 450 félagsmanna Grindvíkinga, en í frétt RÚV í gær var haft eftir Einari Hannesi Harðarsyni, formanni félagsins, að á atkvæðaskrá væru 672. Samtals eru á atkvæðaskrá Sjómannasambandsins í þessu máli 1.845 sjómenn. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við mbl.is að 400 sjómenn séu á atkvæðaskrá þar. Samtals eru því um 850 til 1.072 sjómenn af 2.250 áfram í verkfalli, eða 38-48%.

Hólmgeir Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, ásamt Valmundi Valmundssyni, formanni …
Hólmgeir Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, ásamt Valmundi Valmundssyni, formanni félagsins.

„Það var ekki hægt að fara lengra“

Hólmgeir segir að skrifað sé undir með fyrirvara um atkvæðagreiðslu félagsmanna. „Það var ekki hægt að fara lengra. Ég tel þetta ásættanlegt fyrir sjómenn,“ segir hann og bætir við að náðst hafi saman um stærstu málin. Það séu fiskverðsmálið, smíðaálagið og svo hlífðarfatagjaldið. „Við náðum árangri í þessu öllu,“ segir Hólmgeir.

Verkfalli þeirra sjómanna sem Sjómannasambandið hafði samningsumboð fyrir er því frestað frá klukkan átta annað kvöld til 14. desember að hans sögn, en þá á að vera búið að greiða atkvæði um samninginn.

Fóru á „leynifund“ og rufu samstöðuna

Jónas segir að sjómenn hafi hingað til staðið þétt í þessari baráttu en svo hafi samstaðan verið rofin þegar Sjómannasambandið hafi farið á „leynifund“ með útgerðamönnum á laugardaginn. Með því hafi samstaða sjómanna verið brotin upp. „Þeir rufu sig frá okkur,“ segir hann og bendir á að stærsta aðildarfélag þeirra, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, hafi í kjölfarið dregið umboð sitt til baka og gengið af fundi. „Á meðan er helmingur sjómanna enn í verkfalli,“ segir Jónas.

Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Sætta sig ekki við skerðingu veikindaréttinda

Stóra málið sem strandar á að sögn Jónasar tengist veikindaréttindum. „Þeir sömdu um skerðingu á veikindaréttindum sjómanna, það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við,“ segir Jónas. Þá strandi einnig á mönnunarmálum á uppsjávarskipum.

Segir Jónas að ákveðið hafi verið að ræða símleiðis við útgerðamenn seinna í dag, en enginn formlegur fundur hafi verið boðaður. Aðspurður til hvaða svæða verkfallið nái helst segir hann að Sjómannafélagið sé stærst í kringum höfuðborgarsvæðið og á Austurlandi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sé stærst á Suðurnesjum. Aftur á móti sé slæðingur félagsmanna í báðum félögum víða um land. Um sé að ræða sjómenn á öllum tegundum fiskiskipa.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Sjómannasamband Íslands hafa undirritað …
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Sjómannasamband Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning til næstu tveggja ára. Árni Sæberg

Áfram áhrif á helming fiskiskipaflotans

Hann segir ólíklegt að muni stoppa sjósókn skipa ef einn eða tveir félagsmenn séu í áhöfn. Séu þeir aftur á móti farnir að slaga upp í meirihluta sé ljóst að skipin fari ekki á sjó. „Þetta hefur væntanlega áfram áhrif á um það bil helming skipa,“ segir Jónas að lokum.

Skellt var í hefðbundnar vöfflur hjá sáttasemjara eftir að skrifað …
Skellt var í hefðbundnar vöfflur hjá sáttasemjara eftir að skrifað var undir í nótt. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »