Búnir með karfann og reyna við þorsk

Ásbjörn RE er við veiðar vestur af landinu.
Ásbjörn RE er við veiðar vestur af landinu. Mynd af vefsvæði HB Granda.

„Aflabrögðin hafa verið ágæt þar til í dag. Það er mjög dauft yfir veiðinni eins og staðan er núna. Við erum hálfnaðir með túrinn, búnir að taka karfaskammtinn okkar fyrir vinnsluna og getum því einbeitt okkur að þorsknum. Ég trúi ekki öðru en að þær veiðar muni ganga ágætlega. Við eigum svo að vera í höfn í Reykjavík nk. mánudag,“ er haft eftir Friðleifi Friðleifssyni skipstjóra á Ásbirni RE á heimasíðu HB Granda.
 
Rætt var hann í morgun en togarinn var þá staddur að veiðum í kantinum úti af Halanum á Vestfjarðamiðum. Þetta er önnur veiðiferðin eftir að verkfalli var frestað og segir Leifur, eins og hann er jafnan nefndur, að vel hafi aflast í þeim túr.
 
„Líkt og nú byrjuðum við veiðiferðina eftir verkfall á suðursvæðinu. Fengum karfa og ufsa strax eftir verkfall en bara karfa að þessu sinni. Við færðum okkur svo norður á Vestfjarðamið," segir Friðleifur.

„Nú byrjuðum við á Kattarhryggnum eða Látragrunninu, um 20 mílur norður af Víkurálnum, og fengum þar góðan karfaafla. Síðan færðum við okkur hingað norður og þorskveiðin hefur gengið alveg þokkalega utan hvað lítill afli hefur fengist í dag,“ segir Leifur en hann upplýsir að litlar fregnir hafi borist af ufsaveiði á Vestfjarðamiðum síðustu vikuna.

Ýsu þurfa menn á ísfisktogurunum ekki að hugsa um því frystitogararnir sjá um að veiða ýsuna.
 
Nú styttist í að Ásbirni verði skipt út fyrir Engey RE sem er í smíðum í Tyrklandi. Leifur segist reikna með því að skipið verði afhent um miðjan næsta mánuð og það er því von til þess að þessi nýjasti ísfisktogari landsmanna verði kominn heim fyrir áramót. Löng sigling, eða um 4.000 mílur, er frá Tyrklandi til Íslands og heimsiglingin tekur um tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 544,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 544,99 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,91 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »