Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Verði þetta að lögum verður þetta gríðarlegt áfall. Þetta mun hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um fjárveitingar til stofnunarinnar miðað við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017.

Hann segir Landhelgisgæsluna hafa orðið fyrir verulegum tekjubresti árið 2016 og þannig verður það áfram á næsta ári. Óskað var eftir 300 milljóna króna aukaframlagi til viðbótar við framlag ársins 2016 en það fæst ekki miðað við fjárlagafrumvarpið.

„Tekjurnar sem við verðum af eru um 700 milljónir þannig að það er mjög auðvelt að sjá að við erum í miklum vanda.“

Frétt mbl.is: Gæsla þarf að draga úr starfsemi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eru að falla fram af brúninni

Georg greinir frá því að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni hafi verið um 30% frá árinu 2009, sem svarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári.

„Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuðum við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.“

Hann segir afleiðingarnar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða.

„Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands,“ segir Georg.

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ná ekki að sinna útköllum

Forstjórinn bætir við að stofnunin muni illa geta farið út á sjó að sækja sjómenn eða aðra sem eru í nauðum þar og að almennt séð nái hún ekki að sinna þeim útköllum sem hún þarf að sinna. Verkefnin hafi aukist gríðarlega með fjölgun ferðamanna og útköll á þyrlu haldist í hendur við þá 30-40% aukningu sem hefur orðið á milli ára í þeim geira. Jafnframt hafi siglingar í kringum landið og innan leitar- og björgunarsvæðis stofnunarinnar aukist mikið. Ekki verði hætt að mæta því miðað við frumvarpið sem núna liggur fyrir.

Nýkjörið þing átti sig á „voðanum“

„Við treystum á nýkjörið þing og reiknum hreinlega með því að menn átti sig á þessum voða sem að okkur steðjar. Þetta eru litlir peningar miðað við það sem er til umráða í þessu þjóðfélagi en þessar 300 milljónir skipta sköpum fyrir okkur til að geta haldið úti lágmarksviðbúnaði vegna öryggisleitar og björgunar. Það eru ekki góð skilaboð fyrir íslenska þjóð að senda út til gesta og annarra sem hingað koma að það sé ekki mögulegt að bjarga fólki ef í nauðirnar rekur,“ segir Georg.

Tugum sagt upp 

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að miðað við óbreyttar fjárveitingar þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári, auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.

Aðspurður segir Georg að ráðast þurfi í verulegar uppsagnir. Gerir hann ráð fyrir einhverjum tugum í því sambandi. „Þar erum við að tala um menn sem er búið að fjárfesta í með öflugum hætti. Þarna erum við að kasta gríðarlegum verðmætum fyrir smáaura.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »