Mál Kaldbaks hjá Seðlabankanum fellt niður

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs. Skapti Hallgrímsson

Seðlabankinn hefur fellt niður mál gegn Kaldbaki ehf., dótturfélagi Samherja, eftir 60 mánaða langa rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Samherja sem stílað er á starfsmenn fyrirtækisins og er undirritað af stjórnendunum Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni. Segja þeir það sanna ánægju að upplýsa að Seðlabankinn hafi viðurkennt að ekkert væri hæft í ásökunum gegn Kaldbaki.

Með þessari ákvörðun er öllum málum Seðlabankans gegn Samherja og tengdum félögum lokið að sögn félagsins, en eftir stendur að eftir stendur ógildingarmál vegna sektar sem Seðlabankinn lagði á Samherja í september. Segjast þeir bjartsýnir á að sigur vinnist í því máli.

Er meðal annars vísað í bréf Seðlabankans til Samherja og segja þeir það sýna fram á „fáránleika málsins“ en þar er deilt um millifærslu upp á 1.500 norskar krónur, eða sem nemur 20 þúsund íslenskum krónum.

Þorsteinn og Kristján vanda Seðlabankanum ekki kveðjurnar í bréfinu og segja það hafa „reynt á að verjast þeirri ósvífni og óréttlæti sem Seðlabankinn hefur beitt félagið og starfsfólk. Það er mikil refsing fólgin í því þegar upplýsingar um tilhæfulausa húsleit eru sendar út um allan heim og hefur sú aðgerð Seðlabankans ekki verið án afleiðinga fyrir Samherja.“

Segja þeir mikið áfall felast í að upplifa húsleit og að orð seðlabankastjóra um að húsleit sé ekki neitt neitt sýni dómgreindarleysi stjórnenda bankans í málinu. „Í þessu sambandi er rétt að hafa einnig í huga þann fjölda einstaklinga sem Seðlabankinn hefur kært til lögreglu í gegnum árin án þess að slíkt hafi leitt til sakfellingar. Það er von okkar að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar gerðar í stjórnsýslunni þannig að svona lagað geti ekki endurtekið sig, hvorki gagnvart okkur eða öðrum. Við skulum berjast fyrir því,“ segir jafnframt í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »