Norðmenn vilja ólmir fylla í skarðið

Martyn Boyers er vel kunnugur Íslandi og íslensku sjávarfangi.
Martyn Boyers er vel kunnugur Íslandi og íslensku sjávarfangi. Ljósmynd/Grimsby fish market

Áhrif sjómannaverkfallsins á Íslandi ná út fyrir landsteinana og eru á sumum stöðum svo mikil að markaðsaðilar fylgjast grannt með stöðu mála. Forstjóri fiskmarkaðar í Grimsby segir tengslin við Ísland sterk en aðrar fiskveiðiþjóðir bíði eftir að stökkva á tækifærið. 

„Við fylgjumst grannt með ástandinu. Það vill svo til að verkfallið hefur ekki verið stórt vandamál hingað til vegna þess að síðasti dagur markaðarins var í dag (í gær) og hann opnar ekki aftur fyrr en fjórða janúar,“ sagði Martyn Boyers, forstjóri Grimsby fish market, í samtali við Mbl.is. 

Grimsby fish market sér um uppboð á ferskum fiski og er mikill meirihluti, um 75%, veiddur af íslenskum sjómönnum. Tvisvar í viku koma gámafarmar af íslenskum fiski, aðallega þorski og ýsu, og segir Martyn að Grimsby sé stærsti viðtakandi íslensks sjávarfangs.

Frétt mbl.is: Næsti fundur eftir áramót

Greint hefur verið frá því á Mbl.is að næsti fund­ur sjó­manna­for­yst­unn­ar og SFS verði haldinn fimmta janúar á nýju ári. 

Tengslin milli Grimsby og Íslands eru sterk. Í breska hafnarbænum sem er stundum nefndur Grímsbær, starfa nokkur íslensk fyrirtæki og Martyn ferðast reglulega til Íslands til að mæta á vörusýningar í sjávarútvegi. Næsta sýning er í september þar sem Grimsby fish market verða með stand. 

Spáð í fiska á Grímsbæjarmarkaði.
Spáð í fiska á Grímsbæjarmarkaði. Ljósmynd/Grimsby fish market

 

„Það myndi ekki skipta miklu máli ef verkfallið héldi áfram í nokkra daga eða viku en við þurfum að fá íslenskan fisk fyrr en síðar,“ sagði Martyn. Hann sagði að mikilvægt væri að viðhalda traustum samböndum við Ísland í ljósi óvissunnar sem ríkir í kringum Brexit. Þá eru gengishækkanir krónunnar einning áhyggjuefni fyrir fiskmarkaðinn í Grimsby.

„Stærsta áskorunin hefur verið virðismunurinn milli íslensku krónunnar og breska pundsins. Síðan er það Brexit.  Við höfum átt í viðskiptum við Íslendinga í langan tíma og viljum halda því áfram. Grimsby er mikilvægt Íslandi og Ísland er mikilvægt Grimsby.“

Tilbúnir að grípa tækifærið

Martyn tók undir áhyggjur sjómanna en sagði jafnframt að viðskipti á ferskum fiski séu þess eðlis að þau krefjist samfellu. 

 „Íslenskir sjómenn hafa líklega ekki borið jafnstóran hlut frá borði og þeir vildu, sérstaklega í ljósi verðhækkana á þorski og ýsu, en eitt sem þarf að hafa í huga er að aðrir sjómenn, til dæmis norskir, vilja ólmir fylla í skarðið og þeir eru reiðubúnir að grípa tækifærið. Þegar maður selur ferskan fisk þá leitast maður eftir samfellu í viðskiptum.“

Allt klárt fyrir uppboð.
Allt klárt fyrir uppboð. Ljósmynd/Grimsby fish market
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 523,57 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 27.134 kg
Samtals 27.134 kg
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 97 kg
Skarkoli 77 kg
Ýsa 20 kg
Sandkoli 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 523,57 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 27.134 kg
Samtals 27.134 kg
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 97 kg
Skarkoli 77 kg
Ýsa 20 kg
Sandkoli 10 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »