Samkeppnin verður æ erfiðari

Ragnar Árnason segir markaðsvenslin í útflutningi í sjávarútvegi verðmæt og …
Ragnar Árnason segir markaðsvenslin í útflutningi í sjávarútvegi verðmæt og viðkvæm. Eggert Jóhannesson

Forskot Íslands í sjávarútvegi hefur smám saman rýrnað vegna skattlagningar á greinina og þess að aðrar fiskveiðiþjóðir hafa tekið upp aflamarkskerfið. Þetta segir Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. 

„Það er langvarandi þróun í gangi þar sem aðrar þjóðir sem hafa tekið upp þetta aflamarkskerfi sem við höfum verið að nota hafa verið að færa sig upp á skaftið til að gera sinn sjávarútveginn hagkvæmari, gæðin betri og framboðið tryggara. Þannig verður samkeppnin okkur æ erfiðari,“ segir Ragnar í samtali við Mbl.is. „Við höfðum forskot sem er smám saman að rýrna, ekki bara af þessum ástæðum heldur einnig vegna skattlagningar á sjávarútveginn.“

Erfitt að endurvekja viðskiptasambönd

Hann telur ekki líklegt að verkfall sjómanna minnki aflamagn ársins nema það standi lengi, þ.e. mánuð eða lengur, þar sem aflamagn sé ekki bundið af heildarkvóta. Hinsvegar þurfi að hafa í huga virðisaukann sem leiði af markaðsvenslunum. 

„Mjög stór hlut af þeim virðisauka sem þjóðin fær af fiskveiðunum er á markaðshliðinni. Vaxandi hluti af þessum útflutningi er háður því að koma ferskum fiski á háverðsmarkaði, reglulega og í tilsettu magni. Ef það verður rof í þessu framboði þá er hætt við því að markaðsvenslin veikist eða slitni og aðrir stigi inn í staðinn. Það gæti verið erfitt að endurvekja þessi viðskiptasambönd á ný með sama hætti og áður. Jafnvel þó að það takist þá er hætt við því að verðið muni lækka vegna þess að búið er að staðfesta að við sem frambjóðendur erum ekki fyllilega áreiðanlegir.“

Hann nefnir að ferskur hágæðafiskur sé fluttur út á veitingastaði í til dæmis New York, London og París á nánast hverjum degi. Þetta séu markaðslínur sem hafa verið byggðar upp á löngum tíma og séu stór þáttur í þeim hagnaðarauka sem hefur orðið innan ramma fiskveiðikerfisins.

Hlutfallslega góð kjör á Íslandi 

Spurður um laun íslenskra sjómanna í samanburði við aðra þjóðir segir Ragnar að virðisaukinn sem myndast í íslenskum sjávarútvegi leiði til betri kjara en finna má víðast hvar. 

„Vegna þess að afli á skip er mikill og útflutningsverðmætið hátt þá eru laun í fiskveiðum góð á Íslandi miðað við flest önnur lönd og eins og þau gerast best í löndum eins og Noregi, Kanada og Bandaríkjunum. Sjómannaverkfallið nú er ekki til þess fallið styrkja þessa stöðu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg
21.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 4.103 kg
Ýsa 3.375 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 7.502 kg
21.11.24 Frár VE 78 Botnvarpa
Þorskur 19.942 kg
Ýsa 5.434 kg
Ufsi 1.052 kg
Langa 921 kg
Skarkoli 508 kg
Karfi 500 kg
Samtals 28.357 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 48.292 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Samtals 159.550 kg
21.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 4.103 kg
Ýsa 3.375 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 7.502 kg
21.11.24 Frár VE 78 Botnvarpa
Þorskur 19.942 kg
Ýsa 5.434 kg
Ufsi 1.052 kg
Langa 921 kg
Skarkoli 508 kg
Karfi 500 kg
Samtals 28.357 kg

Skoða allar landanir »