Uppsagnirnar ekkert einsdæmi

Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur …
Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur hráefnisskortur gert vart við sig í fiskvinnslum víða um land. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er ekk­ert eins­dæmi. Fyr­ir­tæki út um allt land hafa verið að til­kynna okk­ur um fyr­ir­vara­lausa upp­sögn og rekstr­ar­stöðvun vegna hrá­efn­is­skorts,“ seg­ir Giss­ur Pét­urs­son, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tæp­lega 100 manns hafi verið sagt upp á Vest­fjörðum vegna hrá­efn­is­skorts sem hef­ur mynd­ast vegna verk­falls sjó­manna.  

Frétt mbl.is - Tæp­lega 100 sagt upp á Vest­fjörðum

Verk­fall sjó­manna hef­ur nú staðið síðan 14. des­em­ber og hef­ur hrá­efn­is­skort­ur gert vart við sig í fisk­vinnsl­um víða um land. Þann 19. des­em­ber sendi Vinnu­mála­stofn­un frá sér til­kynn­ingu þar sem kynnt­ar voru þær leiðir sem fyr­ir­tæki geta valið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er kom­in.

Leiðirn­ar eru eft­ir­far­andi:

  1. Til­kynna lok­un sam­kvæmt lög­um um greiðslur At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna fisk­vinnslu­fólks, núm­er 51/​1995.Í lög­un­um er heim­ild til Vinnu­mála­stofn­un­ar um að fjölga dög­um sem greitt er fyr­ir vegna hrá­efn­is­skorts sem staf­ar af verk­föll­um og/​eða verk­bönn­um.
  2. Til­kynna um rekstr­ar­stöðvun sam­kvæmt lög­um um rétt verka­fólks til upp­sagn­ar­frests frá störf­um og til launa vegna sjúk­dóms- og slysa­for­falla, núm­er 19/​1979.
Gissur gengur út frá því að þegar verkfallinu ljúki og …
Giss­ur geng­ur út frá því að þegar verk­fall­inu ljúki og hrá­efn­is­skort­ur ekki leng­ur fyr­ir hendi muni fólk ganga aft­ur til sinna hefðbundnu starfa. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

Óska eft­ir því að fyr­ir­tæki nýti leið núm­er eitt 

Giss­ur seg­ir Vinnu­mála­stofn­un hafa óskað eft­ir því að fyr­ir­tæki nýti sér frek­ar leið núm­er eitt ef þau hafi tök á því. Fyr­ir­tæk­in Oddi á Pat­reks­firði og Íslenskt sjáv­ar­fang á Þing­eyri nýttu sér hins veg­ar leið núm­er tvö við upp­sagn­ir sín­ar. 

Spurður um hvaða regl­ur gildi um rétt­indi og bæt­ur þess fólks sem sagt hef­ur verið upp störf­um seg­ir Giss­ur það ráðast af mati á aðstæðum hvers og eins. „Rétt­ur­inn til bóta get­ur verið mis­jafn eft­ir aðstæðum hvers og eins. Það eru jafn­vel dæmi þess að menn hafi eng­an bóta­rétt þar sem þeir hafa ekki áunnið sér nein rétt­indi, til dæm­is ef fólk er búið að vinna stutt á ís­lensk­um vinnu­markaði. Í þess­um til­fell­um er verið að nýta per­sónu­bund­in rétt­indi sem að ein­stak­ling­ur­inn hef­ur verið að ávinna sér,“ seg­ir Giss­ur.

Hann geng­ur þó út frá því að þegar verk­fall­inu ljúki og hrá­efn­is­skort­ur ekki leng­ur fyr­ir hendi muni þetta fólk ganga aft­ur til sinna hefðbundnu starfa. „Við höf­um verið á því að það sé æski­legra að fyr­ir­tæki nýti sér fyrri leiðina ef þau hafa tök á því og haldi fólki á laun­um og fái í staðinn greidd mót­fram­lög úr At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, það er hag­felld­ast að okk­ar mati fyr­ir fisk­vinnslu­fólkið. Það trygg­ir bet­ur rétt­indi þeirra þar sem marg­ir eru ekki bún­ir að starfa nægi­lega lengi til að öðlast rétt á bót­um við upp­sögn.“

Það eru fyr­ir­tæk­in sjálf sem taka rekstr­ar­lega ákvörðun um hvaða leið er far­in en svo virðist vera sem leið núm­er tvö verði oft­ar fyr­ir val­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »