Ósáttir við misvísandi málflutning

Sjómenn boða til mótmæla fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara á morgun.
Sjómenn boða til mótmæla fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Sjómenn hafa boðað til mótmæla klukkan 13 á morgun fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara en á meðan verður fundað í kjaradeilu sjómanna hjá sáttasemjara.

„Það eru ýmis ummæli búin að falla í fjölmiðlum, sérstaklega frá Heiðrúnu Lind [Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi]. Það hefur verið orðrómur í gangi um að það verði hugsanlega sett lög á verkfallið, eins og hefur tíðkast. Það er mikil eining á meðal sjómanna um að ef það verða sett lög, þá ætlum við ekkert á sjóinn,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, einn skipuleggjenda mótmælanna.

Út í hött að Alþingi skipti sér af

„Þetta er okkar kjarabarátta og það er út í hött Alþingi sé að skipta sér af þessu. Þetta skerðir okkar verkfallsstyrk og við getum ekki samið ef það er vitað að það verða bara sett lög,“ bætir Þórólfur við.

„Heiðrún gaf það út fyrir nokkrum dögum að við værum að fá tvær milljónir í laun á mánuði. Þá var hún að bera okkur saman við aflahæsta skipið í íslenska flotanum og líklega skipstjóralaun þar. Tekjurnar eru ekkert svona háar, það er bara af og frá,“ segir Þórólfur en sjómenn hafa verið óánægðir með málflutning útgerðarinnar í verkfallsbaráttunni.

Býst við góðri mætingu

„Ummæli SFS og áróður hefur ekki fallið vel í geðið á hvorki sjómönnum né þjóðinni. SFS hefur reynt að skera á samstöðu Íslendinga við íslenska sjómenn með því að ljúga um laun okkar og kjör. Þau heimta að við rekum útgerðina með þeim en svo eigum við ekki að fá neitt fyrir það.

Ekki hafa útgerðirnar greitt sjómönnum arð þegar útgerðarmenn hafa ákveðið að taka háar fjárhæðir út úr fyrirtækjum sínum og stungið í eigin vasa, en við eigum að borga með þeim í nýjum skipum og borga meira en þarf til þess að fylla skipin af olíu,“ segir í lýsingu mótmælanna á Facebook.

Þórólfur hvetur sjómenn til að fjölmenna og býst við góðri mætingu á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »