Nýjasti togari HB Granda, Engey RE 91, verður afhentur útgerðinni frá tyrknesku skipasmíðastöðunni Celiktrans nú í upphafi árs. Hvergi er til sparað og aðbúnaður áhafnar líkari lúxushóteli en ísfisktogara, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.
Sjá frétt: Engey nýjasta viðbótin í Grandaflotann
Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af Facebook-síðu skipasmíðastöðvarinnar. Við leyfum þeim að tala sínu máli.
Matsalur og setustofa áhafnarinnar.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Harðviðarklæddir veggir og flatskjáir eru nýja lágmarkið, segja menn.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Skipstjórastóllinn í öllu sínu veldi.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Engey RE 91 er boldangsfley.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Hér geta menn slakað á milli vakta og á snapinu.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Úr brúnni.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Brú Engeyjarinnar er glæsistykki.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Hér geta menn hlýjað sér í notalegu gufubaði eftir vaktina.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Það mun varla væsa um kokkinn hér, frekar en aðra í áhöfninni.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.
Hér geta menn setið milli vakta, nú eða legið, og rætt aflabrögð, veðurhorfur og lífsins gagn og nauðsynjar.
Mynd af Facebook-síðu Celiktrans.