„Sættum okkur ekki við lagasetningu“

Þórólfur Júlían Dagsson.
Þórólfur Júlían Dagsson. mbl.is/Eggert

„Verði sett lög á verkfall sjómanna ætla sjómenn ekki að mæta til skips síns.“ Þetta segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar skipleggjenda samstöðufundar íslenskra sjómanna sem nú stendur yfir við húsakynni Ríkissáttasemjara. 

Þórólfur segir nýlegar fregnir af því að mögulega standi til að setja lög á verkfall sjómanna hafa orðið til þess að sjómenn fjölmenntu á samstöðufundinn í dag til að koma því skýrt á framfæri að ekki verði unað við lagasetningu á verkfallið af þeirra hálfu. Komi til lagasetningar muni sjómenn einfaldlega ekki mæta til skips.

„Þetta byrjaði með stofnun Facebook-síðu sem ber nafnið Sjómenn á Íslandi. Það má segja að þar hafi þögnin verið rofin því þar fengu sjómenn vettvang til að koma sínum skoðunum á framfæri,“ segir Þórólfur.

„Nú er svo komið að við erum að koma því á framfæri að ef það verða sett lög á okkur, þá förum við bara ekkert út á sjó. Það er bara ósköp einfalt,“ bætir hann við.

mbl.is/Eggert

Þakkar Heiðrúnu Lind ummælin

Þórólfur segir eitt öðru fremur hafa orðið til þess að sjómenn ákváðu að mæta á vettvang sáttafundarins í dag. „Ummæli Heiðrúnar Lindar um að laun sjómanna séu norðan við tvær milljónir á mánuði eru hreinlega út úr kú. Það eru mögulega einhverjir sjómenn með svona tekjur, en þeir eru fáir og enginn okkar hér þekkir nokkurn sem aflar svo mikils. Ég er vélstjóri og þar af leiðandi á aukahlut, en ég er með fjórðung þeirra launa sem hún talar um. Að segja þetta laun sjómanna er algerlega fráleitt, en þetta leiddi til þess að hér erum við komnir og viljum sýna fram á það að við munum ekki sætta okkur við lagasetningu á okkar kjarabaráttu,“ segir Þórólfur.

Hann segir sjómenn vilja sömu réttindi og aðrir og að öðrum kosti muni menn ekki mæta til vinnu, sama hvað öðru líður. Þá bendir hann sérstaklega á að olíuverðsviðmiðin þurfi að laga, þau séu úr sér gengin og í engu samræmi við það sem ætti að vera miðað við þróunina undangengin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,86 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,19 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 609,43 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg
22.7.24 Óli Á Stað GK 99 Lína
Langa 446 kg
Keila 215 kg
Ýsa 123 kg
Steinbítur 81 kg
Þorskur 16 kg
Karfi 4 kg
Samtals 885 kg
22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 474,86 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 365,19 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 609,43 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Gaffallinn EA 0 Sjóstöng
Þorskur 8.086 kg
Ýsa 50 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 8.150 kg
22.7.24 Óli Á Stað GK 99 Lína
Langa 446 kg
Keila 215 kg
Ýsa 123 kg
Steinbítur 81 kg
Þorskur 16 kg
Karfi 4 kg
Samtals 885 kg
22.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.241 kg
Keila 166 kg
Þorskur 115 kg
Skarkoli 8 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 5 kg
Samtals 1.540 kg

Skoða allar landanir »