Róa til fiskjar í miðju verkfalli

Sjómenn í Snæfellsbæ fjölmenntu á bryggjuna þegar Steinunn SH lagðist …
Sjómenn í Snæfellsbæ fjölmenntu á bryggjuna þegar Steinunn SH lagðist að eftir veiðiferðina. mbl.is/Alfons Finnsson

Dragnótarbáturinn Steinunn SH hélt á miðin í gær frá Ólafsvík og aftur í morgun. Eigendur skipsins segjast í fullum rétti en yfirlögfræðingur ASÍ segir um klárt verkfallsbrot að ræða. 

Útgerð Steinunnar SH er fjölskyldufyrirtæki og á þeirri forsendu að áhafnarmeðlimir væru jafnframt útgerðaraðilar var haldið til veiða í gærmorgun. Fjöldi sjómanna tók svo í gærkvöld á móti Steinunni SH þegar báturinn kom til hafnar í Ólafsvík.

Eggert Bjarnason sjómaður færði áhöfn Steinunnar SH blómvönd fyrir hönd sjómanna í Snæfellsbæ og þakkaði þeim fyrir samstöðuna í miðri kjaradeilu sjómanna. Lét hann þess jafnframt getið að hann vonaðist til að áhöfnin á Steinunni komi til með að njóta þeirra kjarabóta sem sjómenn eru nú að berjast fyrir.

Eggert Bjarnason sjómaður í Snæfellsbæ færði skipsverjum blóm sem
Eggert Bjarnason sjómaður í Snæfellsbæ færði skipsverjum blóm sem "þakklætisvott" fyrir að róa í verkfalli sjómanna. mbl.is/Alfons Finnsson

Fengu grænt ljós frá lögfræðingi SFS

Óðinn Kristmundsson, einn af eigendum útgerðar Steinunnar, sagði í gærkvöldi að þeir hefðu fullt leyfi til að fara á sjó þar sem eigendurnir væru fimm um borð og þá voru aðrir fjórir um borð sem tengjast útgerðinni fjölskylduböndum.

„Við höfum kannað þetta mál til hlítar og fengum álit lögfræðings SFS og þeirra mat er að við mættum fara á sjó,“ sagði Óðinn þegar sjómenn ræddu við hann á hafnarbakkanum, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns.

Að sögn Eggerts Bjarnasonar eru sjómenn í Snæfellsbæ afar ósáttir við að aðrir sjómenn séu að brjóta samstöðu í miðju verkfalli, jafnvel þótt fjölskyldufyrirtæki eigi í hlut. Hann segir að haft hafi verið samband við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélag Akraness í dag vegna málsins, þar sem formaður Verkalýðsfélags Snæfellsness hafi ekki viljað taka afstöðu með sjómönnum. 

Vilhjálmur staðfesti þetta í samtali við mbl.is nú fyrir stundu: „Svona mál er alltaf á forsvari stéttarfélags á viðkomandi svæði, svo þetta tilheyrir ekki mínum félagsmönnum beint. Hins vegar höfðu sjómenn samband við mig frá Snæfellsnesi í gær til að kanna hvort hér gæti verið um verkfallsbrot að ræða. Þeir upplýstu mig um hvernig mönnun skipsins væri til háttað, og ég bar það síðan undir yfirlögfræðing ASÍ," sagði Vilhjálmur.

Hann segir mat yfirlögfræðings ASÍ hafa verið kýrskýrt; hér væri um verkfallsbrot að ræða. 

Uppfært kl. 10:44: Steinunn SH hélt aftur á sjó í morgun og er væntanleg til löndunar í kvöld

„Mun taka málið upp á samningafundi í dag“

„Mér finnst það miður ef einstakir útgerðarmenn ætla ekki að virða samstöðu sjómanna í sínu verkfalli og halda til fiskjar, og gremja sjómanna verður umtalsverð fyrir vikið,“ bætir Vilhjálmur við. 

Hann bendir á að ekki sé um neinn smábát að ræða heldur 150 tonna fiskiskip að ræða með níu manna áhöfn. Vilhjálmur segir það eðlilegast, þegar ágreiningur sem þessi kemur upp, að málinu sé vísað til Félagsdóms til úrskurðar. 

„En til að það sé hægt verður stéttarfélagið á svæðinu að hafa forsvar í slíku, því lögvarðir hagsmunir af úrlausn málsins liggur hjá því stéttarfélagi. Ég mun hins vegar nefna þetta á fundi okkar samninganefndar við fulltrúa útgerða á fundi okkar í dag kl. 14, því svona framkoma er síst til þess fallin að hjálpa sjómönnum í sinni kjarabaráttu á því viðkvæma stigi sem nú er uppi,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 450,27 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 617,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 247,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 238,18 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,31 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.603 kg
Ufsi 474 kg
Samtals 2.077 kg
16.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.518 kg
Þorskur 612 kg
Keila 124 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 2.309 kg
16.1.25 Núpur BA 69 Lína
Keila 1.717 kg
Langa 1.568 kg
Ýsa 279 kg
Þorskur 207 kg
Karfi 205 kg
Ufsi 45 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 4.043 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 450,27 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 617,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 247,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 238,18 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,31 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.603 kg
Ufsi 474 kg
Samtals 2.077 kg
16.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.518 kg
Þorskur 612 kg
Keila 124 kg
Steinbítur 28 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 2.309 kg
16.1.25 Núpur BA 69 Lína
Keila 1.717 kg
Langa 1.568 kg
Ýsa 279 kg
Þorskur 207 kg
Karfi 205 kg
Ufsi 45 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 4.043 kg

Skoða allar landanir »