Fundur að hefjast í sjómannadeilunni

Sest verður að samningaborðum í sjómannadeilunni nú kl. 13 í …
Sest verður að samningaborðum í sjómannadeilunni nú kl. 13 í dag eftir að viðræður sigldu í strand fyrir tæpri viku. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Staðan er alvarleg í kjaraviðræðum sjómanna og útgerða. Fundað verður hjá Ríkissáttasemjara í dag kl. 13.

Samninganefndarmenn kveðast efins um að samningar náist í dag ef samningsaðilar beggja vegna borðsins slá ekki af kröfum sínum.

Samninganefnd sjómanna er mætt í Karphúsið.
Samninganefnd sjómanna er mætt í Karphúsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í síðustu viku, en þá sigldu viðræðurnar í strand eftir að ljóst varð að gjáin milli samningsaðila í veigamiklum málum væri óyfirstíganleg að svo komnu máli.

Þá verður ekki annað lesið úr orðum Vilhjálms Birgissonar, samningamanns Sjómannasambands Íslands, en að verulega beri enn í milli samningsaðila og að enn sé talsvert í land svo sjómenn geti samþykkt nýja samninga.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundað stíft á landsbyggðinni

Verkalýðsfélög sjómanna vítt og breitt um landið hafa fundað með sínum félagsmönnum undanfarna daga og kynnt þeim framgang viðræðna hingað til. Ekki verður annað séð en að mikill einhugur ríki í röðum sjómanna og krefjast þeir þess að tekið verði tillit til þeirra helstu krafna. 

Sjá: Baráttuhugur í Húsvíkingum

Sjá: Baráttufundur sjómanna á Akureyri

Sjá: Fjölmennasti fundur í sögu félagsins

Forsvarsmenn deiluaðila mæta til fundarins nú fyrir stundu.
Forsvarsmenn deiluaðila mæta til fundarins nú fyrir stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haft var eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að nú þyrfti að koma á daginn hvort forsvarsmenn sjómanna teldu líkur á því að mögulegt væri að ná samningum sem sjómenn gætu fellt sig við. 

Guðmundur Ragnarsson á leið til fundarins nú rétt í þessu.
Guðmundur Ragnarsson á leið til fundarins nú rétt í þessu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður því áhugavert að fylgjast með niðurstöðu fundarins í dag, og 200 mílur verða að sjálfsögðu með puttann á þeim púlsinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »