Samtök sjómanna vísa fullyrðingum SFS á bug

Samninganefnd sjómanna að störfum í Karphúsinu í dag.
Samninganefnd sjómanna að störfum í Karphúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök sjómanna vísa því á bug að það sé á ábyrgð þeirra að sundur gekk í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi ekki treyst sér til að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samninganefnd sjómanna.

Fram kemur að staðan sem upp er komin sé alvarleg, en mikil og góð vinna hafi farið fram í samninganefndum sjómanna og útvegsmanna.

Samskiptin hafi verið til fyrirmyndar og samninganefndirnar náð ágætlega saman. Góður árangur hafi náðst í nokkrum kröfum að mati samninganefndanna. Útvegsbændur hafi þó ekki verið tilbúnir að koma til móts við meginkröfur sjómanna og þess vegna sé málið komið á það stig að viðræður eru strand.

Fréttatilkynningin fer hér á eftir:

Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna vilja samtök sjómanna að eftirfarandi komi fram:

Samninganefndir sjómanna, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands lýsa yfir vonbrigðum að slitnað hefur upp úr viðræðunum. Ofangreind samtök sjómanna vísa því til föðurhúsanna að það sé á ábyrgð sjómanna að sundur gekk. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi treystu sér ekki að koma til móts við sanngjarnar og réttlátar kröfur sjómanna til lausnar deilunni.

Mikil og góð vinna hefur farið fram í samninganefndum sjómanna og útvegsmanna.  Samskiptin hafa verið til fyrirmyndar og samninganefndirnar náð ágætlega saman. Góður árangur hefur náðst í nokkrum kröfum að mati samninganefndanna. Útvegsbændur eru ekki tilbúnir að koma til móts við meginkröfur sjómanna og þess vegna er málið komið á það stig að viðræður eru strand.

F.h. samninganefnda sjómanna,

Valmundur Valmundsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg
20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg
20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »