Áhyggjur af heimilunum

Fiskiskipin hafa verið bundin við bryggju í sjö vikur og …
Fiskiskipin hafa verið bundin við bryggju í sjö vikur og verkfall sjómanna er að verða það lengsta í sögunni. mbl.is/Árni Sæberg

Verkfall sjómanna hefur alvarleg og víðtæk áhrif í sveitarfélögum sem háð eru sjávarútvegi. Útsvarstekjur dragast stórlega saman, sem og tekjur hafnarsjóðanna. Ekki er þó komið að því að sveitarstjórnir fresti framkvæmdum eða grípi til annarra ráðstafana, en bæjar- og sveitarstjórar telja að tekjutapið vinnist upp að hluta þegar verkfallið leysist, standi það ekki þeim mun lengur.

„Eins og áður hefur verið í þau þúsund ár sem við höfum búið í hér líður allt samfélagið þegar enginn afli kemur á land,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Elliði segir að þótt sveitarfélagið verði af tekjum þoli það tekjumissi lengur en fjölskyldurnar sem reki sig frá launaseðli til launaseðils. „Það á bæði við um fjölskyldur sjómanna og aðra. Við höfum fundið það mjög sterkt, sérstaklega á seinustu rúmri viku, að fiskverkafólk er að lenda í alvarlegum vandamálum. Það leitar eðlilega eftir aðstoð sveitarfélagsins og við reynum eftir fremsta megni að hjálpa.“

Elliði telur að þetta eigi ekki síst við um erlent verkafólk sjávarútvegsfyrirtækjanna sem eigi lítinn rétt hér á landi. Þessu fólki hafi verið tekið fagnandi í Vestmanneyjum enda sé það mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækjanna. „Ef við missum þetta fólk úr landi verður tímafrekt og dýrt að leysa málið.“

Fleiri ógnanir

„Við höfum miklar áhyggjur,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Áætlað er að þriðjungur útsvarstekna sveitarfélagsins komi frá sjávarútveginum, auk óbeinna tekna, þannig að um 40% tekna sveitarfélagsins komi þaðan. Þar fyrir utan hefur hafnarsjóður tekjur af lönduðum afla. „Það segir sig sjálft að ef verkfallið dregst á langinn mun það hafa áhrif á grunnstoðir tekjuöflunar okkar. Undanfarin ár hafa verið góð í sjávarútvegi og við höfum getað greitt niður skuldir bæjarfélagsins. Það má alltaf búast við sveiflum í greininni og við höfum getað búið okkur undir það,“ segir Páll.

Hann nefnir að verkfallið sé ekki eina ógnunin. Innflutningsbann Rússa og hækkun gengis íslensku krónunnar hafi haft áhrif á laun sjómanna. Þá verði það áfall fyrir sveitarfélög sem háð eru uppsjávarveiðum ef loðnuveiði bregðist alveg.

Páll segir þó ótímabært að segja til um hvort tekjusamdráttur muni hafa áhrif á framkvæmdir eða þjónustu í bæjarfélaginu enda standi vonir til að það leysist sem fyrst.

Öðrum fyrirtækjum blæðir

„Verkfallið hefur mikil áhrif á tekjur hafnarinnar, aflagjöldin telja mikið. Áætla má að við höfum misst um 10% af árstekjum hafnarsjóðs,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, bæjarstjóri á Dalvík.

Hann segist ekki hafa neinar mælingar á lækkun útsvarstekna. „Ég á von á að tekjur okkar séu að rýrna mikið út af því. Þótt sumt starfsfólkið sé á atvinnuleysisbótum og greiði skatt af þeim er hann mun lægri en þegar skipin eru á sjó og vinnslan á fullu.“

Verkfallið hefur áhrif um allt bæjarfélagið. „Öðrum fyrirtækjum er farið að blæða,“ segir Bjarni. Hann nefnir löndunarþjónustu og vélaverkstæði. Þar hafi starfsmenn unnið að viðhaldi en nú sé verkefnum lokið og á hann von á að verið sé að senda fólkið heim. Útflutningsfyrirtæki og fyrirtæki sem leigi út fiskiker séu verkefnalaus og lítið að gera á fiskmarkaðnum. „Ég hef einnig áhyggjur af áhrifum verkfallsins á landið í heild. Tekjutapið er mikið. Sjávarklasinn áætlar að tekjutap þjóðfélagsins sé rúmur milljarður á dag,“ segir Bjarni.

Ekkert mannlíf á höfninni

„Verkfallið hefur lamandi áhrif á bæjarlífið. Bátar og skip liggja við bryggju og það er ekkert mannlíf á höfninni miðað við það sem ætti að vera. Lítið eða ekkert er að gera í sumum fiskvinnslum en aðrar búa að því að hafa hráefnisöflun af smærri bátum. Verkfallið hefur áhrif á flest fyrirtæki og menn vonast til að það leysist sem fyrst,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Elliði Vignisson segir að þegar verkfallið sé orðið þetta langt slái það inn á flest heimili og fyrirtæki í bænum. Fólk haldi að sér höndum og fresti öllum útgjöldum. Það hafi áhrif á bílaverkstæðum, hágreiðslustöðum og veitingastöðum, til dæmis, og samfélagið sé lamað.

Frestun fremur en tap

Fram kemur í samtölum við bæjarstjórana að tekjur bæja- og hafnarsjóða frestist frekar en tapist. Útgerðirnar eigi sína kvóta og þurfi að veiða fiskinn þegar verkfallið leysist og þá skili tekjurnar sér inn. Meiri óvissa sé um laun fiskverkafólksins og útsvarstekjur af þeim.

„Vonandi ná skipin inn aflanum sem stefnt var að. Ef tekjum seinkar þolir sveitarfélagið það vel. Við höfum borð fyrir báru. En ekki er þar með sagt að fjölskyldurnar þoli tekjumissi í langan tíma. Ég óttast um stöðu almennra heimila,“ segir Elliði.

Bjarni Th. Bjarnason segir að takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að keyra í gegnum frystihúsið á einu ári. Því sé ekki vitað hvort sama afla verði landað á Dalvík á árinu og orðið hefði án verkfalls sjómanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,59 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 403,69 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 270,28 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 15.058 kg
Samtals 15.058 kg
25.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 5.828 kg
Samtals 5.828 kg
25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,59 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 403,69 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 270,28 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 15.058 kg
Samtals 15.058 kg
25.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 5.828 kg
Samtals 5.828 kg
25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg

Skoða allar landanir »