„Þetta er galið“

Guðmundur Kristjánsson segist aldrei hafa skilið af hverju sjómenn eigi …
Guðmundur Kristjánsson segist aldrei hafa skilið af hverju sjómenn eigi ekki sama rétt og aðrir landsmenn þegar þeir vinna fjarri sínu heimili. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir það munu taka ár eða áratugi að laga skaðann sem þegar hafi orðið vegna verkfalls sjómanna og að íslenska fiskiskipaflotanum muni ekki takast að veiða þann kvóta sem úthlutað hefur verið á þessu fiskveiðiári.

„Þetta er galið. Þarna erum við að horfa á fullorðið fólk rífast. Ekki í einhverja daga eða jafnvel viku, heldur í tvo heila mánuði. Mér finnst það ekki eðlilegt,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunvaktina á Rás 1.

„Ísland er eina landið þar sem sjómenn fá engan sjómannaafslátt“

Inntur eftir því hvort honum þætti tími til kominn að ríkið kæmi að málum játti Guðmundur því.

„Ég hef ekki verið sáttur þegar ég sé að ráðherrar eru að koma fram og lýsa því yfir að stjórnvöld ætli ekki að grípa inn í, af því að það er alger óþarfi að lýsa því yfir að menn ætli ekkert að aðhafast,“ sagði hann.

Guðmundur segist aldrei hafa skilið af hverju sjómenn eigi ekki sama rétt og aðrir landsmenn þegar þeir vinna fjarri sínu heimili.

„Sjómenn eru að fara að heiman og allir aðrir fá dagpeninga þegar þeir vinna fjarri heimilum sínum. Það er búin að vera krafa hjá okkur að sjómenn fái dagpeninga eins og allir aðrir launþegar. Sjómenn á Norðurlöndunum og meira að segja í Kanada og Bandaríkjunum fá sjómannaafslátt og það finnst öllum eðlilegt. Ísland er eina landið þar sem sjómenn fá engan sjómannaafslátt,“ sagði Guðmundur.

Dagpeningar til sjómanna myndu liðka fyrir lausnum

Hann segir eðlilegast að sjómenn fengju dagpeninga og kæmust þar með á par við alla aðra launþega á Íslandi. „Ég skil ekki af hverju sjómenn eiga ekki sama rétt og allir aðrir landsmenn,“ bætti Guðmundur við.

Hann segir að slík aðgerð yrði til þess fallinn að leysa deiluna, enda sé búið að semja um allt annað.

Um sjávarútveginn almennt segir hann fólk erlendis dásama íslenskan sjávarútveg en þegar heim er komið sé stundum eins og menn skammist sín fyrir hann.

Ástæðuna telur hann vera þá að fyrirsvarsmenn íslensks sjávarútvegs hafi hreinlega ekki náð nægilega góðu talsambandi við samfélagið.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »