„Bannað að ráða verkfallsmenn“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sendi bréf til félagsmanna í …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sendi bréf til félagsmanna í gær þar sem hann lagði áherslu á að óheimilt væri að ráða verkfallsmenn í vinnu. mbl.is/Styrmir Kári

Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins fengu í dag tölvupóst frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, þar sem brýnt var fyrir þeim að ráða ekki fólk í vinnu sem er í verkfalli eða verkbanni hjá öðrum félagsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Tölvupósturinn nefnir ekki sjómenn og fólk í landvinnslu en ljóst er við hvað er átt, að því er fram kemur í Kvennablaðinu.

Í gær var fundi samninganefnda sjómanna og samninganefnda útgerða slitið án nokkurrar niðurstöðu og verða sjómenn því áfram í verkfalli eftir tæplega tveggja mánaða vinnustöðvun.

Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar þess efnis að stjórnvöld hyggist ekki grípa inn í deiluna, verða þær raddir æ háværari að staðan gangi ekki til lengdar og þrýstingur á samningsaðila að leysa deiluna og halda til hafs vex frá degi til dags. 

Takmarkaður samningsvilji

Ríkissáttasemjari hefur boðað fjölmiðlabann á samningamenn en Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, upplýsti félagsmenn sína um eftirfarandi á Facebook-síðu sinni í gær:

„Ég verð að upplýsa mína félagsmenn um að þessi viðræðuslit áttu sér stað þrátt fyrir að samninganefndir sjómanna hafi verið tilbúnar að mæta úgerðamönnum á miðri leið hvað olíuviðmiðið varðar eða nánar til getið útfærslu á því sem var ígildi þess að mætast á miðri leið.

Það liggur þá alla vega fyrir að við í samninganefndinni vorum tilbúnir til þess að leggja okkar af mörkum til að leysa deiluna en því miður gekk það ekki upp.“

Ef marka má orð hans er því takmörkuðum samningsvilja til að dreifa hinum megin borðsins og enginn fundur hefur verið boðaður síðan. 

Bréf framkvæmdastjóra SA má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Ágæti félagsmaður.

Af gefnu tilefni vilja Samtök atvinnulífsins árétta að óheimilt er að ráða til sín launþega sem eru í verkfalli eða verkbanni hjá öðrum félagsmönnum SA.

Þessir launþegar eru enn í ráðningarsambandi við sína vinnuveitendur og er þeim einungis að afloknum uppsagnarfresti heimilt að ráða sig til annars vinnuveitanda.

Ef fyrirtæki er í vafa um hvort nýráðinn starfsmaður sé í verkfalli eða verkbanni þá er mögulegt að senda fyrirspurn til SA með því að svara þessum tölvupósti.

Fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins,

Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »