Efast um að skýrslan sé liður í lausn deilunnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það var svo sem ekkert sem kom á óvart í þessu,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, en í dag kynnti Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, skýrslu sem hefur að geyma mat á þjóðhags­leg­um kostnaði af yf­ir­stand­andi verk­falli sjó­manna.

Heiðrún segir enga lausn vera í sjónmáli í kjaradeiluunni en allar upplýsingar um áhrif verkfallsins séu þó vissulega af hinu góða. „En hvort að þetta geti orðið einhver liður í lausn deilunnar, ég hef efasemdir um það,“ segir Heiðrún um birtingu skýrslunnar.

Greiningin á efnahagslegum áhrifum verkfallsins sem birt er í skýrslunni miðast við að aflaheimildir megi nýta síðar og að nú eigi sér fyrst og fremst stað tafir á nýtingu aflaheimilda. „Því fer þó fjarri að allt tap og beinn kostnaður sem hlýst af töfum á nýtingu aflaheimilda megi vinna upp síðar alls staðar í flóknum virðiskeðjum sjávarafurða og í hagkerfinu öllu,“ segir meðal annars í niðurstöðum skýrslunnar.

Í því samhengi má nefna að samkvæmt skýrslunni mun þjóðarbúið verða af tekjum sem líklega verða taldar í þúsundum milljóna króna, standi verkfallið fram á loðnuvertíðina og veiðar falla niður.  

 „Ef það yrði gefinn út aukinn loðnukvóti þá gæti það haft veruleg áhrif ef verkfallið er enn yfirstandandi. Því að loðnan yrði þá ekki veidd síðar, hún er bara veidd hér upp úr miðjum febrúar og eitthvað inn í mars,“ segir Heiðrún. Enn séu þó margir óvissuþættir og meðal annars um það hvort gefinn verði út aukinn loðnukvóti og þá hvort verkfallið verði enn í gangi. „Það er bara ekki tímabært enn sem komið er alla vega að segja til um það,“ segir Heiðrún. „Þessi kjaradeila verður að hafa sinn gang og við stefnum enn þá að því að ná samningum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »