„Verða að hætta þessari störukeppni“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert

Varasamt er að stjórnvöld grípi inn í kjaradeilu sjómanna þar sem það gæti skapað slæmt fordæmi vegna kjaraviðræðna sem fram undan eru. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hún kom af ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag. Ítrekaði hún að ekkert slíkt stæði til.

„Það er hluti af þessari kannski heildarsýn sem við erum að reyna að draga fram í stjórnarsáttmálanum. Að breyta kjarasamningslíkaninu, reyna að einfalda skattkerfið og gera það gegnsærra og vera með sem fæstar undanþágur. En staðan í þessu máli er mjög alvarleg og ég hef mestar áhyggjur af hinum dreifðu byggðum landsins,“ sagði Þorgerður.

Ráðherrann fær væntanlega síðar í dag í hendurnar skýrslu um þjóðhagslegt tap vegna verkfalls sjómanna. „Þjóðhagslegt tap bara á hverjum degi er gríðarlegt,“ segir Þorgerður. Skýrslan muni þó ekki fara ofan í kostnað hvers sveitarfélags eða áhrif á minni fyrirtækja. Til þess hefði þurft lengri tíma. Fyrst og fremst sé um að ræða stóra tölu sem vinnist til baka.

„En hún dregur jú fram hve málið er alvarlegt og þessir deiluaðilar verða einfaldlega að hætta þessari störukeppni,“ sagði Þorgerður. Spurð hvort hún óttaðist að verkfallið leiddi til samþjöppunar í sjávarútvegi sagðist Þorgerður gera það að vissu leyti. Talað hefði verið um að afleiðingin gæti verið sú að stóru útgerðirnar tækju yfir þær sem minni væru.

Hins vegar væru stærstu útgerðirnar alveg við 12% hámark aflahlutdeildar. Það væri því ekki einboðið að sú yrði raunin. „En það er ljóst að tjónið er að verða mikið. Bæði úti á landi og, já, á meðal minni útgerða. Þetta mun kalla á aukna hagræðingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »