Sextánfalda loðnukvótann

Loðnukvótinn hefur verið sextánfaldaður eftir nýjar rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar.
Loðnukvótinn hefur verið sextánfaldaður eftir nýjar rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur á grund­velli til­lagna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar ákveðið að auka heild­arafla ís­lenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á þess­ari vertíð. Áætlað heild­ar­verðmæti loðnu­afl­ans er um 17 millj­arðar króna.

Fyrr í vet­ur hafði ís­lensk­um skip­um verið út­hlutað rúm­um 12 þúsund tonn­um þannig að aukn­ing­in er rúm­lega sex­tán­föld, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt lög­um um stjórn fisk­veiða verður 5,3% afl­ans út­hlutað á skipti­markaði, alls 10.392 tonn­um.

Loðnu­stofn­inn stærri

Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir í til­kynn­ingu, að eins og kunn­ugt sé hafi mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um í sept­em­ber/​októ­ber 2016 bent til þess að veiðistofn­inn á vertíðinni 2016/​2017 væri lít­ill og í sam­ræmi við samþykkta afla­reglu hafi verið ákveðið að eng­ar veiðar yrðu stundaðar nema mæl­ing­ar í janú­ar/​fe­brú­ar 2017 gæfu til­efni til end­ur­skoðunar.

Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir enn­frem­ur, að mæl­ing­ar á stærð loðnu­stofns­ins 11.-20. janú­ar hafi sýnt að stofn­inn sé tölu­vert stærri en mæl­ing­ar hausts­ins hafi bent til og ráðlagði Haf­rann­sókna­stofn­un hinn 25. janú­ar að heild­arafla­mark vertíðar­inn­ar yrði 57 þús. tonn.

Magn kynþroska loðnu um­tals­vert meira en í janú­ar

„Í sam­vinnu við út­gerðir loðnu­skipa var ákveðið að mæla að nýju stærð stofns­ins og fylgj­ast með göng­um hans fyr­ir Norður- og Aust­ur­landi. Fóru mæl­ing­arn­ar fram dag­ana 3.–11. fe­brú­ar á rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni ásamt upp­sjáv­ar­skip­inu Pol­ar Amar­oq en auk þess kom rs. Bjarni Sæ­munds­son að rann­sókn­inni í 2 daga.

Rann­sókna­svæðið náði yfir Aust­fjarðamið, Norðurmið sem og Vest­fjarðamið. Kynþroska loðna fannst víða á rann­sókna­svæðinu (mynd 1) og var hún bæði við land­grunns­brún­ina djúpt út af Norður- og Norðaust­ur­landi en einnig var loðnu að finna grunnt s.s. norður af Þistil­f­irði og Mel­rakka­sléttu en einnig við Skaga­fjörð. Magn kynþroska loðnu sem mæld­ist var um­tals­vert meira en í janú­ar og meðalþyngd mik­il.  Ókynþroska loðna var mest áber­andi vest­ar­lega, eða út af Stranda­grunni, en aust­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg var mjög lítið af ókynþroska loðnu,“ seg­ir í til­kynn­ingu Hafró.

Heild­arafla­markið 299.000 tonn

„Um 815 þúsund tonn af kynþroska loðnu mæld­ust í mæl­ing­unni og mæliskekkja (CV) var met­in 0,18.  Gild­andi afla­regla bygg­ist á því að skilja eft­ir 150 þúsund tonn til hrygn­ing­ar með 95% lík­um. Tek­ur afla­regl­an til­lit til óvis­sum­ats í mæl­ing­un­um auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í sam­ræmi við of­an­greinda afla­reglu legg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un til að heild­arafla­mark á vertíðinni 2016/​2017 verði 299 þúsund tonn,“ seg­ir Hafró enn­frem­ur.

Nú hef­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ákveðið að heild­arafli Íslands á loðnu verði auk­inn í 196.000 tonn, sem fyrr seg­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.877 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 2.008 kg
25.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.039 kg
Þorskur 249 kg
Skarkoli 55 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 2.358 kg
25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.25 508,64 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.25 647,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.25 356,66 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.25 396,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.25 201,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.25 273,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 23.4.25 20,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.25 211,94 kr/kg
Litli karfi 8.4.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.25 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.877 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 2.008 kg
25.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.039 kg
Þorskur 249 kg
Skarkoli 55 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 2.358 kg
25.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.991 kg
Langa 564 kg
Þorskur 434 kg
Steinbítur 206 kg
Ufsi 120 kg
Keila 69 kg
Skarkoli 67 kg
Karfi 65 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 3.526 kg

Skoða allar landanir »

Loka