„Ætlumst til þess að þeir klári deiluna“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

„Þeir voru einfaldlega að upplýsa mig um stöðuna og svo voru skoðanaskipti um eitt og annað,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra í samtali við mbl.is, eftir fund með deiluaðilum í sjómannadeilunni í kvöld.

Samn­inga­nefnd­ir beggja fylk­inga í kjara­deilu sjó­manna gengu fyrir stundu út úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu við Skúla­götu 4. Þorgerður segist hafa lagt fram tillögu um skoðun á fæðis- og dagpeningum.

„Ég lagði fram tillögu um heildstæða nálgun og greiningu og að við myndum fara hratt í það að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði, með tilliti til skattaívilnana, þannig að við sjáum þá hvernig staðan er. Það er það sem við erum tilbúin til að gera,“ segir ráðherrann.

Spurð hvernig deiluaðilar hefðu tekið tillögunni segir Þorgerður að þeir ætli að skoða málin, en samninganefndirnar héldu aftur upp í Karphús að loknum fundi sínum með ráðherra.

Þorgerður segir að þetta ætti ekki að verða til þess að deilan myndi lengjast.

Deiluaðilar eru búnir að deila í á tíundu viku og þeir hljóta að ráða við það að semja í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það er einföld krafa sem við hljótum öll að gera til þeirra. Það er mjög sérstakt og eiginlega einsdæmi ef ríkisvaldið á eftir á, þegar menn eru nokkurn veginn að koma sér saman, að koma síðan og uppfylla kröfu sem gæti sent ekki réttu skilaboðin inn í komandi kjaradeilur,“ segir Þorgerður. Bætir hún við að nú yrðu menn að anda rólega.

Enn sem fyrr ber ég mikið traust til samningsaðila, að þeir nái að leysa þetta og klára málið.“

Spurð hver næstu skref væru nú í deilunni er svar Þorgerðar einfalt: „Ríkisvaldið er ekki aðili að deilunni og samningsaðilar hljóta að halda áfram að tala. Það er það sem við ætlumst til af þeim; að klára deiluna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,86 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,69 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 547,86 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 373,69 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 393,12 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »