Samið í kjaradeilu sjómanna

Frá undirritun samningsins í Karphúsinu í nótt. Fyrir miðju er …
Frá undirritun samningsins í Karphúsinu í nótt. Fyrir miðju er Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Vinstra megin við Bryndísi eru fulltrúar SFS en henni til hægri eru fulltrúar sjómanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samningar náðust í kjaradeilu sjómanna á þriðja tímanum í nótt. Hafði samningafundur sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þá staðið yfir í Karphúsinu síðan klukkan 22 í kvöld.

Fundurinn hófst að loknum fundum deiluaðila með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum lagði Þorgerður fram málamiðlunartillögu en samningurinn byggir ekki á tillögu Þorgerðar samkvæmt heimildum mbl.is. 

Samningar undirritaðir í nótt.
Samningar undirritaðir í nótt. mbl.is/Eggert

Verkfalli sjómanna verður ekki aflýst samstundis líkt og er oft gert þegar samningar nást, heldur vill samninganefnd Sjómannasambandsins að samningurinn verði samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal sjómanna áður. Er það vegna þess að samningar sem gerðir hafa verið í deilunni hafa í tvígang verið felldir í kosningu. 

Í tilkynningu frá SFS segir að til viðbótar við þann samning sem sjómenn felldu í atkvæðagreiðslu í desember hafi náðst sátt um breytingu á olíuverðsviðmiði, endurgjaldslaust fæði, að útgerðir láti sjómönnum í té allan öryggis- og hlífðarfatnað, bætta framkvæmd í fjarskiptamálum, sérstaka kaupskráruppbót og að heildarendurskoðun fari fram á kjarasamningum á samningstímanum.

mbl.is/Eggert

Þá segir SFS að það sé von félagsins að með gerð kjarasamninga nú megi skapa grunn að sátt í atvinnugreininni til langrar framtíðar.

Glatt var á hjalla eftir að samningar tókust. Gunnþór Ingvason, …
Glatt var á hjalla eftir að samningar tókust. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, stilltu sér upp fyrir myndatöku. mbl.is/Eggert
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns í samninganefnd sjómanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »