„Mér finnst hafa tekist vel til. Auðvitað er það alltaf þannig í samningum, að menn fara misánægðir frá borði,“ segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, um þá samninga sem tókust milli aðila í kjaradeilu sjómanna í nótt.
„En það náðist samkomulag án aðkomu þriðja aðila, það er fagnaðarefni. Við mælum hiklaust með því að menn samþykki þennan samning, því okkur finnst hann góður.“
Í samtali við mbl.is segir Konráð að erfitt sé að greina frá því í stuttu máli hvaða atriði í þessum samningi séu frábrugðin innihaldi þeirra tveggja samninga sem áður hafa verið felldir.
„Það komu inn ný atriði, í þennan kjarasamning, og ég er núna að undirbúa kynningu á þeim. Maður er í vandræðum með hversu djúpt maður á að fara í þetta áður en þetta er kynnt fyrir sjómönnum. Menn túlka það sem skrifað er svo misjafnlega.“
Segist hann til dæmis hafa brugðið sér inn á einn af Facebook-hópum sjómanna fyrr í dag.
„Þar snerist umræðan bara um að fella „þetta djöfulsins drasl“. Sumir virðast ekki kynna sér neitt heldur túlka hlutina út og suður, einblína kannski á eitt atriði og segja „fellum þetta“. Þetta er viðhorf sem er ömurlegt, en vegna þessa vil ég kynna mönnum þetta beint og milliliðalaust, en ekki segja of mikið þangað til.“
Konráð keyrði aftur norður í nótt, eftir að samningar tókust, og mun kynna helstu atriði samningsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri klukkan fimm á eftir.
Spurður að lokum, hvort hann telji líklegt að samningurinn verði samþykktur í atkvæðagreiðslu sjómanna á morgun, segist Konráð vongóður.
„Það væri að okkar mati glapræði að fella þetta. Það er svo ofboðslega margt í húfi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 221 kg |
Þorskur | 190 kg |
Ufsi | 44 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 477 kg |
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 180 kg |
Þorskur | 109 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Langa | 9 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 349 kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |