Halda úr höfn í kvöld

Drangavík VE-80 frá Vestmannaeyjum er meðal skipa Vinnslustöðvarinnar.
Drangavík VE-80 frá Vestmannaeyjum er meðal skipa Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Ómar

Þau skip sem verða tilbúin til að halda á veiðar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum munu halda úr höfn í kvöld. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is eftir að ljóst varð að sjómenn hefðu samþykkt nýjan kjarasamning.

Hann segir að í dag hafi verið sprettur við bryggjurnar og menn hafi verið áhugasamir að komast á sjó. Þó beri niðurstaðan með sér að stór hluti hafi verið á móti samningnum, en 52,4% samþykktu samninginn og 46,9% greiddu atkvæði gegn honum. „Það er greinileg óánægja og það þarf að skoða betur,“ segir Sigurgeir og bendir á að í samningnum sé ákvæði um að fara í heildarskoðun á skiptaálaginu og það þurfi að hefja þá vinnu strax.

Núna skiptir mestu að koma uppsjávarskipunum á loðnuveiðar að sögn Sigurgeirs, en aðeins 3-4 vikur eru eftir af loðnutímabilinu og var kvótinn hækkaður upp í 186 þúsund tonn í síðustu viku. Mestan hluta þess kvóta á enn eftir að veiða og því gríðarlega miklir fjármunir í húfi sem hefur sett svip sinn á verkfallið.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fjölmargir skipverjar eru að sögn Sigurgeirs tilbúnir til að fara á sjó og komu jafnvel til Vestmannaeyja úr landi áður en niðurstaðan lá ljós fyrir. „Það vissu allir að það gat brugðið til beggja vona,“ segir Sigurgeir.

„Þetta var voðalega tæpt, en gott að það sé kominn samningur,“ segir hann og bætir við að að öðrum kosti hefðu væntanlega verið sett lög á verkfallið þó að hann gæti ekkert fullyrt um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »