„Ég er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna en það veldur mér vonbrigðum hvað það var lítil þátttaka.“ Þetta segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Fyrr í kvöld var tilkynnt um að sjómenn hefðu samþykkt nýjan kjarasamning með 52,4% atkvæða gegn 46,9%. Rétt rúmlega 50% þátttaka hafi verið meðal sjómanna.
„Nú fara menn bara á sjó og vinna með þessa niðurstöðu,“ segir hann og vísar til þess að talsvert sé af bókunum og samþykktum sem þurfi að vinna með úr viðræðunum.
„Það þarf að byggja traust á milli útgerðarmanna og sjómanna og það er verkefni útgerðarmanna sérstaklega,“ segir Gunnþór. Telur hann nauðsynlegt fyrir útgerðirnar að treysta betur böndin við sjómenn á komandi misserum, ljóst sé að ekki ríki fullt traust eftir verkfallið.
Skipin Bjarni Ólafsson og Börkur AK eru þegar farin á veiðar að sögn Gunnþórs. Bjarni Ólafsson var staddur í Reykjavíkurhöfn og hélt beint út á loðnu þegar úrslit urðu ljós. Þegar mbl.is náði tali af Gunnþóri var hann einnig að horfa á Börk NK halda úr höfn. Þá sagði hann stutt í að Beitir NK héldi einnig úr höfn.
„Loðnuflotinn var væntanlega víðast hvar í starholunum,“ segir Gunnþór og bætir við: „Núna fara hjólin að snúast. Við þurfum að koma hjólum fiskvinnslunnar í gang að nýju.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 381,27 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 193,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,00 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 593,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 381,27 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 193,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,00 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |