Kjarasamningur sjómanna, sem samninganefndir þeirra og SFS náðu saman um aðfaranótt laugardags, hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.
Þar með lýkur verkfalli sjómanna, sem staðið hafði yfir í tæpar tíu vikur.
2.214 manns voru á kjörskrá. 1.189 greiddu atkvæði, en þau féllu þannig að 623 voru fylgjandi samningnum, en 558 voru mótfallnir. Átta kjörseðlar voru þá auðir og ógildir.
52,4% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu því samninginn, en 46,9% greiddu atkvæði gegn honum.
Varaformaður Sjómannasambandsins: „Afskaplega feginn“
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar: Halda úr höfn í kvöld
Framkvæmdastjóri SFS: „Mikill léttir“
Forstjóri Síldarvinnslunnar: „Nú fara menn bara á sjó“
Formaður Sjómannasambandsins: „Tæpt en þetta hafðist“
Skiptar skoðanir höfðu verið um samninginn, en kjörsókn var allt frá 10% upp í 70%. Flestir voru þó sammála um að tvísýnt yrði um niðurstöðuna og að tæpt yrði á munum, á hvorn veginn sem færi.
Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, sagðist halda að menn kynnu að meta samninginn. Áður hafði hann sagt, í samtali við mbl.is, að það væri glapræði að fella samninginn.
Enn fremur bjóst hann fastlega við því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra myndi leggja fram frumvarp um lög á sjómenn, yrði samningurinn felldur. Deiluaðilar myndu þá líklega ekki koma saman á ný, færi svo.
„Það er ekkert til að hittast yfir. Við vorum komin alveg í botn í þessu máli. Það er ekkert meira í boði,“ sagði Konráð þá.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.3.25 | 560,85 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.3.25 | 623,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.3.25 | 348,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.3.25 | 304,76 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.3.25 | 177,64 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.3.25 | 235,77 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.3.25 | 235,96 kr/kg |
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 123 kg |
Samtals | 123 kg |
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.137 kg |
Þorskur | 2.648 kg |
Langa | 1.247 kg |
Ufsi | 138 kg |
Keila | 115 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Karfi | 47 kg |
Samtals | 7.386 kg |
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 844 kg |
Ufsi | 130 kg |
Samtals | 974 kg |
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet | |
---|---|
Grásleppa | 26 kg |
Samtals | 26 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.3.25 | 560,85 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.3.25 | 623,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.3.25 | 348,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.3.25 | 304,76 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.3.25 | 177,64 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.3.25 | 235,77 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.3.25 | 235,96 kr/kg |
28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 123 kg |
Samtals | 123 kg |
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.137 kg |
Þorskur | 2.648 kg |
Langa | 1.247 kg |
Ufsi | 138 kg |
Keila | 115 kg |
Steinbítur | 54 kg |
Karfi | 47 kg |
Samtals | 7.386 kg |
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 844 kg |
Ufsi | 130 kg |
Samtals | 974 kg |
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet | |
---|---|
Grásleppa | 26 kg |
Samtals | 26 kg |