Skiptar skoðanir um sjómannasamning

Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag.
Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Kjörstöðum hjá verkalýðshreyfingum sjómanna víða um land hefur verið lokað en um helgina hafa sjómenn greitt atkvæði um nýjan kjarasamning sjómanna sem samþykktur var í Karphúsinu aðfaranótt laugardags.

Kjörsókn er víðast hvar á bilinu 40 til 60 prósent en flestir þeirra sem greitt hafa atkvæði um samningana gerðu það strax í kjölfar þess að kynning á efni þeirra fór fram hjá hverju og einu verkalýðsfélagi. 

Í viðtölum mbl.is við ýmsa forystumenn innan raða sjómannahreyfingarinnar í dag hefur komið fram að tvísýnt sé hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður, þ.e. hvort samningarnir verða felldir eða samþykktir.

Þeir sem vilja fella samningana hafa einna helst bent á að sjómönnum finnist þeim hafa verið stillt upp við vegg og þeir þvingaðir til gerðar samninga þar sem lagasetning vofði yfir. Hafa því einhverjir frekar viljað hafna samningnum og láta setja lög á deiluna í stað þess að samþykkja samningana með þessum hætti. Þá hefur það einnig verið nefnt að sjómenn hafi viljað hreyfa meira við olíuviðmiðunum en gert var í nýjum samningi.

Einhver sjávarútvegsfyrirtæki hafa boðað sjómenn um borð í kvöld á meðan önnur bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um samninga. Það gildir m.a. um Vestmannaeyjafyrirtækin Vinnslustöðina og Ísfélagið þar sem menn ætla að bíða eftir niðurstöðunni að sögn Kolbeins Agnarssonar, varaformanns Jötuns sjómannafélags í Vestmannaeyjum. 

Hann segir menn jákvæða í garð samninganna í Eyjum en þar gera sjómenn ráð fyrir að fá boð um að halda til sjós í kvöld verði samningarnir samþykktir. „Það verður snögglega leyst úr höfn ef það kemur já við þessu. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Kolbeinn. „Menn fá mismikið úr þessum samningi, en allir fá eitthvað. Mér finnst vera meðbyr fyrir því að klára þetta.“

Skiptar skoðanir meðal sjómanna í Grindavík

Stærsta sjómannafélagið innan vébanda Sjómannasambandsins er Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, þar sem um 600 eru á kjörskrá. Kjörsókn var 35 prósent rétt fyrir fjögur í dag.

Heimildir mbl.is herma að skiptar skoðanir séu á samningnum meðal félagsmanna og segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, það rétt að ekki séu allir á eitt sáttir. „Ég held að þetta verði fifty, fifty,“ segir Einar Hannes. Hann segir að búið sé að boða einhverja hans félagsmanna um borð í kvöld.

Haldinn var fjölmennur fundur í gær þar sem samningurinn var kynntur félagsmönnum. Einar Hannes segir um 200 manns hafa sótt fundinn en það eina sem hafi verið gagnrýnt hafi verið framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en engin efnisleg gagnrýni hafi komið fram á samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 593,63 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 381,27 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 193,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »