Loðnukvótinn sem var sextánfaldaður á dögunum hefði líklega staðið óhreyfður ef útgerðir loðnuskipa hefðu ekki kostað síðari leit Hafrannsóknastofnunar. Þetta kemur fram í fréttabréfi Síldarvinnslunnar.
Í fréttabréfinu segir að mælingin sem fyrsta úthlutun kvótans byggði á væri þó álitin óviss þar sem slæmt veður og hafís höfðu truflað loðnuleitina verulega.
Ráðist var í nýjar mælingar dagana 3.-11. febrúar sem útgerðir loðnuskipa greiddu 25 milljónir fyrir. Sú leit skilaði talsvert jákvæðari niðurstöðum og leiddi til þess að sjávarútvegsráðherra ákvað að sextánfalda heildarkvótann.
„Útgerðir loðnuskipanna eiga heiður skilinn fyrir að kosta síðari leitina, sem hefði sennilega aldrei verið farin ef þær hefðu ekki tekið ákvörðun um að greiða þær 25 milljónir sem þurfti. Síðari leitin leiddi til þess að nú fáum við loðnuvertíð sem skapar sennilega 16 milljarða í verðmæti í staðinn fyrir 1 milljarð eða tæplega það,“ er haft eftir Þorsteini Sigurðssyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Sjóferðin gæti því á endanum skilað tekjum upp á 15 milljarða fyrir útgerðir og þjóðarbú.
Norsk skip, sem verið hafa að veiðum við landið, hafa landað töluverðri loðnu. Þegar hafa veiðst 54 þúsund tonn og því aðeins fimm þúsund tonn eftir af kvóta þeirra í íslenskri landhelgi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |