Tóku vart eftir að íslenskan fisk vantaði

Sjómannaverkfallið hefur vakið upp fjölmargar spurningar.
Sjómannaverkfallið hefur vakið upp fjölmargar spurningar. mbl.is/Eggert

„Það er sláandi að erlendir neytendur hafi varla tekið eftir því að íslenskur fiskur hafi ekki verið fáanlegur í þó nokkurn tíma,“ segir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum við mbl.is. Hann segir margt megi læra af nýloknu níu vikna sjómannaverkfalli, einkum á sviði markaðssetningar á íslenskum fiski.

Hann kallar eftir aukinni samvinnu allra þeirra í matvælaiðnaðinum sem selja sjávarafurðir. „Það eru miklu meiri tækifæri í samvinnu. Við finnum fyrir auknum áhuga á Íslandi en við virðumst ekki nýta okkur það nægilega vel beint til neytandans. Við þurfum að beita okkur betur fyrir því að selja ímynd íslenskra sjávarafurða,“ segir Þór. Hann nefnir dæmi um norskar sjávarafurðir sem nokkuð vel heppnaða markaðssetningu þar sem náð er beint til erlendra neytenda sem þekkja vel ímynd norskra sjávarafurða frá öðrum.   

Milliliðir taka sitt

Þór bendir á að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi nýting á öllum fiskafurðum aukist til muna, eins og ný tækni í fullvinnslu og fleira í þeim dúr, sitji ekki nægilega mikið af fjármunum eftir hjá íslenskum fyrirtækjum heldur fari það í auknum mæli til annarra milliliða. „Þetta er eitt dæmi sem við getum skoðað hvernig við getum selt fiskinn okkar til dæmis beint á netinu,“ segir Þór. 

Hann ítrekar að tækifærin séu víða en næsta skref sé að ræða um þessa hluti og vinna saman. Hins vegar bendir hann á að blikur séu á lofti um frekari sundrung en sameiningu.

„Getum við notað áföll til að hugsa hlutina upp á nýtt?“ er yfirskrift nýs pistils frá Sjávarklasanum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg
15.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Breiðasundsskel 1.110 kg
Ígulker Bf A 412 kg
Samtals 1.522 kg

Skoða allar landanir »