Engey hlaut góðar viðtökur við komuna

Kampavínsflaskan small vel í stefni skipsins.
Kampavínsflaskan small vel í stefni skipsins. mbl.is/Eggert

Engey RE 91, nýr ísfisktogari HB Granda, kom til hafnar í Reykjavík í dag og fékk þar góðar viðtökur. Sérstök móttökuathöfn fór fram við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn klukkan 14.

Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, bauð þar gesti velkomna áður en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs fluttu ávörp.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf skipinu þá formlega nafn áður en Hjálmar Jónsson, Dómkirkjuprestur, gaf því blessun sína.

Karlakór Reykjavíkur söng við athöfnina.

Engey kom til landsins þann 25. janúar að lokinni fimmtán sólarhringa siglingu frá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem skipið var smíðað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ræðir málin við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, ræðir málin við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Eitt tæknivæddasta skip landsins

Frá komu skipsins til landsins hefur sjálfvirku lestarkerfi ásamt búnaði á vinnsludekk verið komið fyrir í skipinu á Akranesi, að því er fram kemur á vef HB Granda.

„Búnaðurinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar, hefur fyrirtækið Skaginn 3X hannað, þróað og smíðað á Akranesi og á Ísafirði. Búnaðurinn mun stórbæta vinnuumhverfi sjómanna um borð auk þess sem hann mun auka afkastagetu skipsins og hámarka virði afurða úr afla þess,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

„Við erum afar ánægð og stolt að taka á móti Engey RE 91 sem er glæsilegur ísfisktogari og án efa eitt tæknivæddasta fiskiskip landsins,“ er haft eftir Vilhjálmi.

„Við munum taka á móti tveimur ísfisktogurum, Akurey og Viðey, í flotann á næstu mánuðum en þau skip verða með sama búnaðinum og er í Engey. Við reiknum með að Engey fari í sína fyrstu veiðiferð í lok apríl,“ segir hann.

Nokkur fjöldi var saman kominn við Norðurgarð í dag.
Nokkur fjöldi var saman kominn við Norðurgarð í dag. mbl.is/Eggert

Hver einasti fiskur myndaður og greindur

„Um er að ræða stærsta þróunarverkefni sem ráðist hefur verið í um borð í fiskiskipi hérlendis,“ segir þá Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.

„Þessi nýja tækni grundvallast fyrst og fremst á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem skilar mun betri gæðum,“ segir Ingólfur.

Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Myndavélatæknin heldur utan um allan feril fisksins allt þar til að löndun lokinni.

Með þessu erum við komin með möguleika á rekjanleikakerfi sem á sér enga hliðstæðu allt frá veiðum til neyslu, ef menn kjósa svo,” segir Ingólfur, en Skaginn 3X fékk á dögunum Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir þennan nýja búnað.

Nautic ehf. sá um hönnun skipsins. Samtals eru klefar fyrir 17 manns um borð í skipinu, 15 eins manns klefar og einn tveggja manna klefi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, bauð gesti velkomna.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, bauð gesti velkomna. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,40 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,40 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »