Eignast meirihluta í Þörungaverksmiðjunni

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum.
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum. Ljósmynd/Mats Wibe Lund - www.mats.is

Bandaríska stórfyrirtækið DuPont hefur keypt heilsuvöruframleiðslu bandaríska fyrirtækisins FMC Corporation og þar á meðal meirihlutann í Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum.

Magnús Helgason, sem situr í stjórn þörungaverksmiðjunnar, segir að ekki sé reiknað með að þessi viðskipti hafi áhrif á starfsemi verksmiðjunnar.

Viðskiptin tengjast samruna fyrirtækjanna DuPont og Dow Chemicals, sem tilkynnt var um árið 2015 og á koma til framkvæmda á síðari hluta þessa árs. DuPont hefur nú selt hluta af efnaframleiðslu sinni til FMC og keypt á móti heilsuvöruframleiðsluna.

Á 71,6% hlutafjár

FMC Corporation er skráð fyrir 71,6% hlutafjár í Þörungaverksmiðjunni hf., Byggðastofnun á 27,7% hlut og aðrir hluthafar eru um 70.

Magnús, sem situr í stjórn verksmiðjunnar fyrir hönd Byggðastofnunar, segir að þeim skiljist að DuPont muni nýta sér það hráefni, sem framleitt er á Reykhólum og því sé ekki gert ráð fyrir öðru en starfsemi þar verði með sama hætti og verið hefur.

Klóþang og hrossaþari

Þörungaverksmiðjan framleiðir mjöl úr klóþangi og hrossaþara úr Breiðafirði. Fram kemur á heimasíðu verksmiðjunnar, að meira en 95% af framleiðslunni sé til útflutnings og helstu markaðir séu Skotland, Bandaríkin, Bretland, Noregur, Holland, Þýskaland, Frakkland, Japan og Taívan.

Mjölið hafi mjög góða bindieiginleika vegna mikils innihalds svokallaðra gúmmíefna í mjölinu. Það sé framleitt að miklu leyti fyrir fyrirtæki sem áframvinni efnið til að einangra gúmmíefnin til áframvinnslu í ýmiskonar iðnaði, svo sem matvæla-, snyrtivöru-, lyfja- og textiliðnaði. Öll framleiðsla Þörungaverksmiðjunnar hefur lífræna vottun og grundvallast meðal annars á sjálfbærri nýtingu á þangi og þara úr Breiðafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »