Skinney Þinganes byggir undir starfsmenn sína á Höfn

Bygging íbúða stendur fyrir dyrum á Höfn.
Bygging íbúða stendur fyrir dyrum á Höfn.

Skinney Þinganes ætlar að byggja allt að tólf íbúðir og leigja til starfsmanna fyrirtækisins. Helmingur íbúðanna verður klár í haust og restin um áramót gangi áætlanir eftir. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að markmiðið sé að tryggja starfsmönnum fyrirtækisins húsnæði, en hornfirski húsnæðismarkaðurinn hefur ekki farið varhluta af fjölgun ferðamanna.

Á Höfn hefur í nokkur ár verið mikill skortur á húsnæði, bæði til kaups og leigu. Leigumiðlanir á borð við Airbnb hafa tekið til sín húsnæði í sveitarfélaginu undir gistingu í ferðaþjónustu og erfiðlega hefur gengið að fá iðnaðarmenn til starfa, enda nóg af verkefnum að hafa við uppbyggingu ferðaþjónustunnar, s.s. byggingu hótela og gistiheimila, sem hefur fjölgað hratt á Hornafirði og í nágrenni undanfarin misseri.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, kveðst spenntur fyrir uppbyggingunni, en annað fimm íbúða fjölbýlishús mun rísa samtímis fjölbýlishúsinu sem Skinney mun byggja. Það verður í eigu sjálfseignarstofnunar á vegum sveitarfélagsins.

Ekkert verið byggt síðan 2014

Öll uppbyggingin mun fara fram á Leirusvæðinu svonefnda í austurhluta bæjarins. Eins og segir að framan stefnir Skinney að því að hafa klárar í haust sex smærri íbúðir í einingahúsum á nyrðri reitnum, en fjölbýlishúsin tvö sem reist verða af Skinney og sveitarfélaginu verða á syðri reitnum sem má sjá á myndinni að ofan, skammt frá iðnaðarhverfi bæjarins.

Ekkert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði síðan 2014 og hafa bæjaryfirvöld Hornafjarðar reynt að koma til móts við verktaka með því að fella niður byggingarleyfisgjöld og eru lóðirnar því boðnar án endurgjalds. Björn Ingi segir ástæðu þess að ekkert hafi verið byggt undanfarin ár vera mismun á byggingarkostnaði og söluverðmæti fasteigna. En með gefins lóðum og hærra fasteignaverði sé staðan orðin önnur. „Við erum núna komin á þann stað að það er mikil vöntun og mismunurinn er minni en verið hefur,“ segir Björn Ingi.

Hann segir að stefnt sé eins prósents fjölgun íbúa á Hornafirði næstu árin. „Til þess þurfum við að ná uppbyggingu með sex til sjö íbúðareiningum á ári,“ segir Björn Ingi, sem vonast til þess að byggt verði meira á komandi árum. „Sígandi lukka er best. Það er best að fá þetta jafnt og þétt. Sex til átta húseiningar á ári væri gott til að byrja með,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »