Skinney Þinganes opnar bar á Höfn

Skinney Þinganes er að svara kalli yngra fólksins.
Skinney Þinganes er að svara kalli yngra fólksins. Ljósmynd/Bjarni Ólafur Stefánsson

Erlendir ferðamenn sem heimsóttu Höfn í Hornafirði árið 2015 voru 273 þúsund talsins og var fjöldi þeirra á síðasta ári áætlaður tæplega 360 þúsund í skýrslu sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála birti í síðasta mánuði, eða um 163 ferðamenn á ári á hvern íbúa sveitarfélagsins.

Í takt við fjölgun erlendra ferðamanna hefur veitingahúsum og annars konar þjónusta á svæðinu aukist á flestum sviðum, en engin er eik án kvista. Ferðamönnum hefur fjölgað hraðar en veitingahúsunum, sem eru svo þétt setin að takmarkað svigrúm hefur verið til skemmtanahalds fyrir heimamenn.

Á því verður fljótlega breyting og koma tíðindin úr óvæntustu átt, en það er sjávarútvegsfyrirtækið Skinney Þinganes sem vinnur þessa dagana að standsetningu kaffihúss og skemmtistaðar í gamla Kartöfluhúsinu niðri við höfn.

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Nauðsynlegt að samfélag hafi samkomustað

„Við erum að hugsa um yngra fólkið,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri vinnslu og veiða hjá Skinney, spurður út í áformin. Skinney á húsnæðið en staðurinn verður rekinn af öðrum aðila. Stefnt er að opnun í kringum Humarhátíð sem er í seinni hluta júní.

„Okkur barst til eyrna að það væri lítið um staði þar sem ungt fólk gæti komið saman. Hugmyndin kviknaði þá hvort það væri hægt að byggja upp stað þar sem þetta væri í boði,“ segir Ásgeir. Samstaða var um að ráðast í framkvæmdirnar að sögn Ásgeirs enda þurfi sveitarfélagið á ungu fólki að halda, ekki hvað síst yfir sumarið.

Skinney er í dag að fá um það bil þriðjung af umsóknum um sumarstarf frá skólakrökkum á við það sem var áður vegna samkeppninnar við ferðaþjónustuna um vinnuafl.

„Auðvitað snýst þetta um að fá krakkana heim,“ segir Ásgeir. Að hans sögn ræður Skinney til sín „nánast allt það vinnuafl sem sækir um“ en fólk þurfi að verða sér úti um húsnæði áður, sem hefur í flestum tilfellum reynst ómögulegt undanfarin sumur.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir þetta gleðitíðindi. „Það er alltaf skemmtilegt þegar einstaklingar og fyrirtæki standa að uppbyggingu. Það er nauðsynlegt að í samfélagi sé samkomustaður svo þetta er mjög jákvætt,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 424,52 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 210,16 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 146,57 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 210,26 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Freyja Ii Handfæri
Þorskur 737 kg
Samtals 737 kg
8.5.24 Gunnar Níelsson EA 555 Handfæri
Þorskur 536 kg
Samtals 536 kg
8.5.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
8.5.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Steinbítur 341 kg
Samtals 341 kg
8.5.24 Þórshani BA 411 Sjóstöng
Steinbítur 200 kg
Þorskur 98 kg
Samtals 298 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 424,52 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 210,16 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 146,57 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 210,26 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Freyja Ii Handfæri
Þorskur 737 kg
Samtals 737 kg
8.5.24 Gunnar Níelsson EA 555 Handfæri
Þorskur 536 kg
Samtals 536 kg
8.5.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
8.5.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Steinbítur 341 kg
Samtals 341 kg
8.5.24 Þórshani BA 411 Sjóstöng
Steinbítur 200 kg
Þorskur 98 kg
Samtals 298 kg

Skoða allar landanir »