Misskilningur um fiskveiðilög

Frá ársfundinum.
Frá ársfundinum. mbl.is/Hanna

Mis­skiln­ings gæt­ir í umræðunni um fyrstu grein fisk­veiðistjórn­un­ar­laga, að sögn Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Hún sagði á árs­fundi sam­tak­anna sem hún er í for­svari fyr­ir, að sum­ir túlki grein­ina á þá leið að það sé sjálf­stætt mark­mið sjáv­ar­út­vegs að tryggja byggð í land­inu.

Fram kem­ur í um­ræddri grein að „mark­mið laga þess­ara er að stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu þeirra og tryggja með því trausta at­vinnu og byggð í land­inu.“

Heiðrún Lind sagði að orðalagið væri mik­il­vægt. Meg­in­mark­mið lag­anna sé vernd­un og nýt­ing nytja­stofna. Af­leiðing þess tryggi trausta at­vinnu og byggð í land­inu. „Það er ekki sjálf­stætt mark­mið. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til sjáv­ar­út­vegs­ins að hann einn og óstudd­ur tryggi og treysti byggð í land­inu. Og þykir það sann­gjörn krafa til sjáv­ar­út­vegs­ins að hann eigi að tryggja ná­kvæm­lega sama fjölda starfs­manna í sama byggðar­hlut­an­um um ald­ur á ævi? Þá fyrst erum við kom­in í ógöng­ur. Það er ekki mark­mið lag­anna,“ sagði hún.

mbl.is/​Hanna

Viðtek­in mýta

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands, sagði á fund­in­um að það sé viðtek­in mýta að það sé ekki annað hægt en að hagn­ast á sjáv­ar­út­vegi. Hið rétta sé að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hafi ekki orðið arðbær fyrr en á 21. öld­inni. Hagnaður­inn sé al­ger­lega háður nú­ver­andi fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi, frjálsu framsali afla­heim­ilda og frjálsri ráðstöf­un afl­ans.

Hann sagði sömu­leiðis að það væri mýta að samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi megi al­farið rekja til kvóta­kerf­is­ins og það hafi komið lands­byggðinni á kald­an klaka.

Ásgeir sagði að bet­ur rek­in sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi keypt út hin lak­ari og fisk­vinnsla hafi þjapp­ast sam­an í iðnaðar­kjörn­um. „Það er áfall fyr­ir ein­stak­ar byggðir að missa frá sér afla­heim­ild­ir en sam­keppn­is­hæf­ur sjáv­ar­út­veg­ur er þó for­senda fyr­ir sam­keppn­is­hæf­um lífs­kjör­um úti á landi. Einu há­launa­störf­in á lands­byggðinni eru ein­mitt í sjáv­ar­út­vegi,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »