Risa björgunaræfing á Faxaflóa

Björgunarsveitir við björgunarbát á æfingunni á Faxaflóa í kvöld.
Björgunarsveitir við björgunarbát á æfingunni á Faxaflóa í kvöld. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Á annað hundrað manns tók þátt í risa björgunaræfingu sem haldin var á Faxaflóanum síðdegis í dag. Að æfingunni stóðu hvalaskoðunarfyrirtækin Special Tours og Elding, og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Þrjú hvalaskoðunarskip frá Special Tours, eitt frá Eldingu, tíu slöngubátar og tvö skip Landsbjargar tóku þátt í æfingunni.

Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours.
Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours. Ljósmynd/Aðsend mynd

Að sögn Hilmars Stefánssonar, framkvæmdastjóra Special Tours, gekk æfingin vel fyrir sig en hún var sett þannig upp að tvö skip áttu að hafa lent í árekstri og það þriðja sem er á leið á slysstað til þess að bjarga farþegum skipanna tveggja verður vélarvana. „Skipin voru rýmd og björgunarbátar blásnir upp sem fólk fór um borð í yfir í önnur skip,“ segir Hilmar.

Eitt hvalaskoðunarskipanna á æfingu kvöldsins.
Eitt hvalaskoðunarskipanna á æfingu kvöldsins. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Um þúsund manns fara í hvalaskoðun frá Reykjavík hvern einasta dag og segir Hilmar því mikilvægt að hvalaskoðunarfyrirtækin séu búin að æfa viðbragð ef slys kemur upp á. „Við æfum reglulega til þess að vera viðbúin ef eitthvað kemur upp á,“ segir Hilmar. „En þessi æfing var meiri en hefðbundnar æfingar. Við ákváðum að æfa saman þar sem þessi skip eru á svipuðum slóðum úti á Flóanum.“

„Það hentaði vel að skipin æfðu saman því þetta snýst um að vera með öll viðbrögð í lagi, fara yfir hlutina þannig að allir kunni sín hlutverk,“ segir Hilmar.

Á annað hundrað tóku þátt í æfingunni.
Á annað hundrað tóku þátt í æfingunni. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Með stærstu æfingum bátaflokka á svæði eitt

Ómar Örn Aðalsteinsson, hjá björgunarsveit Hafnarfjarðar og í æfingastjórn björgunarsveitanna, segir að á annað hundrað manns hafi tekið þátt í æfingunni í kvöld sem sé ein sú stærsta sem bátaflokkar á svæði eitt hafa tekið þátt í. „Það voru um 60 sjúklingar um borð í skipunum og 45 björgunarmenn frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi,“ segir Ómar.

Fólk lék slasaða sjúklinga sem flytja þurfti á milli skipa.
Fólk lék slasaða sjúklinga sem flytja þurfti á milli skipa. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Hann segir að björgunarsveitirnar reyni að æfa með hvalaskoðunarskipunum á um það bil árs fresti enda fari mikill fjöldi út á hverjum einasta degi í ferðir á vegum fyrirtækjanna. „Þetta er með stærri æfingum sem við erum að halda og er partur af samhæfingu bátaflokka á svæði eitt,“ segir Ómar. Hann segir að æfingin hafi gengið vel en núna í framhaldinu verði fundað um hvað megi gera til að bæta viðbragð enn frekar.

Björgunaræfing hvalaskoðunarskipa og björgunarsveita á Faxaflóa.
Björgunaræfing hvalaskoðunarskipa og björgunarsveita á Faxaflóa. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.225 kg
Samtals 1.225 kg
22.11.24 Lilja SH 16 Lína
Ýsa 1.651 kg
Þorskur 789 kg
Langa 156 kg
Steinbítur 56 kg
Keila 33 kg
Sandkoli 5 kg
Samtals 2.690 kg
22.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 2.575 kg
Þorskur 153 kg
Steinbítur 58 kg
Langa 47 kg
Keila 10 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 2.845 kg

Skoða allar landanir »

Loka