Miklar fjárfestingar hjá Vinnslustöðinni

Breki, nýtt skip VSV, í Kína.
Breki, nýtt skip VSV, í Kína. Ljósmynd/VSV

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) hefur undanfarin misseri fjárfest í landi og á sjó fyrir nærri 80 milljónir evra, eða um það bil tíu milljarða króna á núverandi gengi evrunnar. Á næstu dögum verður suðurklefi frystigeymslunnar á Eiði tekinn í notkun en norðurklefinn í september.

Verið að leggja lokahönd á smíði ísfisktogarans Breka í Kína og verður skipinu siglt heim til Vestmannaeyja á allra næstu vikum og Vinnslustöðin eignaðist öll hlutabréf í Útgerðarfélaginu Glófaxa nýverið. VSV tekur við Glófaxa 1. september nk. með fyrirvara um fjármögnun og samþykki stjórnar VSV og Samkeppniseftirlitsins. Vinnslustöðin er stærsti atvinnuveitandinn í Vestmannaeyjum. Stöðugildin hjá fyrirtækinu voru 350 á síðasta ári og gerir fyrirtækið út sjö skip.

Stjórnvöld meiri ógn við atvinnugreinina en náttúran

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir tíma hafa verið kominn á þessar fjárfestingar bæði í landvinnslunni og skipaflotanum. Hann segir að beðið hafi verið með stórar fjárfestingar meðan algjör óvissa ríkti um framtíð greinarinnar í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar vegna hugmynda þeirra um hærri veiðigjöld. Hann segir óvissuna síður en svo úr myndinni, en hugmyndirnar sem nú eru uppi um veiðigjöldin séu allt aðrar en hugmyndir vinstristjórnarinnar 2009 til 2013.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

„Stærsta áhættan í sjávarútvegi er ekki náttúran eða markaðurinn. Stærsta áhættan er stjórnmálin, og má þá líkja sjávarútvegi á Íslandi við ýmsa heimshluta þar sem menn vilja ekki byggja neitt upp,“ segir Binni og vísar þar til óvissunnar um uppboðsleið í sjávarútvegi.

Þrátt fyrir óvissuna þurfti Vinnslustöðin nauðsynlega að ráðast í þessar fjárfestingar til að halda sókninni áfram. „Við treystum því að það verði ekki ráðist í þær ruglhugmyndir sem hafa verið uppi og trúum því að það verði að minnsta kosti ekki á þessu kjörtímabili.“

Taka við Glófaxa 1. september

Fyrr í mánuðinum var greint frá kaupum VSV á Útgerðarfélaginu Glófaxa í Vestmannaeyjum og með samningnum eykur Vinnslustöðin heildaraflamark sitt um 800 þorskígildistonn. Glófaxi gerir í dag út tvo báta og munu seljendurnir Bergvin Oddsson og fjölskylda halda eftir Glófaxa II og 50 þorskígildistonnum.

Binni segir að yfirlýst stefna Vinnslustöðvarinnar sé að halda aflaheimildum í Vestmannaeyjum svo sem kostur er. Því sé Vinnslustöðin þakklát fyrir það traust og trúnað sem Bergvin og fjölskylda sýndu með því að bjóða VSV forkaupsrétt að félaginu.

Ljósmynd/VSV

„Aðaltilgangurinn er að verja aflaheimildirnar í heimabyggðinni og standa þannig við bakið á Vestmannaeyjum, ég held að maður geti verið hreinskilinn með það,“ segir Binni. Af öðrum fjárfestingum VSV undanfarið má nefna nýtt mjölhús sem er alveg að verða tilbúið og nýtt hús fyrir löndun og flokkun sem er komið í virkni. Aðeins smáverk eru þar eftir að sögn Binna. Í október á síðasta ári var svo nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar tekið í notkun. Binni segir að þessu tímabili mikilla fjárfestinga sé lokið í bili og nú þurfi að greiða niður skuldir. „En vissulega er fyrirtækið lifandi svo það þarf alltaf að skoða ný tækifæri.“

Taka heldur krók en keldu

Afhendingin á Breka hefur dregist allsvakalega en skipið er smíðað í Kína. Páll Pálsson, systurskip Breka, er einnig smíðað í skipastöðinni en það er hraðfrystihúsið Gunnvör á Hnífsdal sem lætur smíða það. Skipin verða afhent samtímis og segir Binni að skýra megi seinaganginn með miklum kröfum Íslendinganna um frágang skipanna.

„Við erum að vonast til að geta farið að leggja af stað, skipið er nánast tilbúið. Við gætum farið á því eins og er og öll virkni skipsins er komin. Það á eftir að fara í veiðarfæraprufuna núna í ágúst,“ segir Binni en vandinn við veiðarfæraprufuna er fjarlægð skipasmíðahafnarinnar frá nægjanlegu dýpi, eða sex til sjö daga sigling, og verða því veiðarfærin prófuð á grunnu vatni.

„Skipið verður því ekki fullprófað en flestir þættir verða prófaðir,“ segir Binni.

Siglingin heim til Íslands tekur svo um 55 daga að sögn Binna en stefnt er að því að fara Panama-skurðinn. „Það er alltaf möguleiki að fara norðurleiðina eða í gegnum Súes-skurðinn, en ég held við þorum ekki í gegnum Súes. Við tökum heldur krók en keldu,“ segir hann.

Áhrifa verkfallsins gætir enn

Rúmlega fimm mánuðir eru síðan tíu vikna verkfalli sjómanna lauk. Spurður hvort áhrifanna gæti enn segir Binni engan vafa á því. „Afleiðingarnar eiga fyrst og fremst við um ferskan fisk. Útlendingar í ferskum fiski spyrja hvenær það verður næst verkfall. Þeir muna þetta vel,“ segir Binni. 

Spurður hvort íslenskur fiskur sé seldur á lægra verði en fyrir verkfall segir hann svo vera að stórum hluta. „Bara til að reyna að vinna sér inn pláss aftur, til að komast aftur inn í verslanir, þarftu að bjóða niður fyrir aðra,“ segir Binni.

„Það sér hver sjálfan sig í þessu. Ef Benz-umboðinu yrði lokað, það fengjust engir varahlutir og ekkert yrði gert við bifreiðirnar myndu Benz-eigendur hugsa sig tvisvar um áður en þeir keyptu sér aftur Benz. Gæði eru ekki bara gæði vörunnar heldur líka þjónustan sem veitt er,“ segir Binni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »