Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa að undanförnu talað ómyrkir í máli um það áhættumat sem Hafrannsóknastofnun gaf út í júlímánuði, þar sem reifuð er möguleg erfðablöndun frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum, en í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar er meðal annars lagt til að eldi í Ísa­fjarðar­djúpi verði ekki leyft, vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu.

Í kjölfar þess að matið var birt hefur verið meðal annars gagnrýnt að hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp séu með því að engu hafðir, og að „svo virðist sem ætl­un nefnd­ar um stefnu­mót­un í fisk­eld­is­mál­um sé að ná „ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi milli eld­is­fyr­ir­tækja og veiðirétt­ar­hafa um svæðaskipt­ingu fyr­ir lax­eldi, að mestu án til­lits til hags­muna íbúa svæðanna.“

„[...] og lax naumast heldur“

Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.
Úr Nýja dagblaðinu í júlí 1937.

Í samtali við 200 mílur segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Vísar hann til þess, að ekki fyrir svo löngu fannst varla lax í ám Ísafjarðardjúps.

Í 28. árgangi Andvara, tímarits Hins íslenska þjóðvinafélags, skrifar Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur skýrslu til landshöfðingja og segir þannig um Vestfirði: „Um laxveiði er alls ekki að ræða á þessu svæði, og lax naumast heldur.“

Nýja dagblaðið greinir svo frá þeirri nýlundu í júlí 1937 að lax sé farinn að ganga í ár við Ísafjarðardjúp.

Menn þurfi að vera vel tryggðir

„Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að hugsanlegt tjón, sem laxeldið gæti valdið hérna í Ísafjarðardjúpi, það væri tjón á þeirri vinnu sem ræktendur ánna hafa unnið í gegnum áratugina. Þeir hafa verið að rækta, sleppa í og auðga ána af lífi og byggja hana upp. Það yrði þá bætt með tryggingabótum, ef tjón yrði á því, og menn fengju fé til að bæta tjónið.

En við lestur þessara frétta af liðinni öld þá er ljóst að það er ekki verið að valda neinu óafturkræfu tjóni á náttúrunni í ánum í Ísafjarðardjúpi. Í raun og veru þarf því engar forvarnir sérstakar, aðrar en þær að menn þurfa að vera vel tryggðir og geta bætt tjónið, ef það verður.“

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram fari eðlilegt umhverfismat

200 mílur ræddu við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, um mál þetta í gær. Sagði hann umtalsverða hagsmuni í húfi, þar sem bú­ast megi við að þrjá­tíu þúsund tonna fisk­eldi, eins og burðarþols­matið á Ísa­fjarðar­djúpi gerir ráð fyr­ir, skapi um það bil 350 ný störf.

Gísli Halldór kveðst taka undir með Jóni Páli í megindráttum.

„Við erum alla vega algjörlega sammála um það, að á þessum forsendum sem hafa verið settar fram, er ekki hægt að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi. Við viljum auðvitað fyrst og fremst að það fari fram eðlilegt umhverfismat og að tillit verði tekið til allra þátta, náttúru, annarra veiða og hagsmuni samfélagsins.

Við viljum að á þeim forsendum séu laxeldisleyfi afgreidd. Svekkelsi okkar út í þessa nefnd um stefnumótun í fiskeldi snerist auðvitað að mestu um það að við töldum að það ætti að fara að leggja fram einhvers konar stefnu um fiskeldismál, þar sem verið væri að gæta hagsmuna samfélagsins.“

Ekki hægt að jafna saman við fiskveiðiráðgjöfina

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fundaði í fyrrakvöld með Gísla Halldóri, Jóni Páli og Pétri Georg Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, um framtíð fisk­eld­is í lands­hlut­an­um.

Aðspurður segist Gísli Halldór hafa tjáð ráðherranum óánægju sína.

„Alveg sérstaklega varðandi það, að ef leggja á svona mikið vægi á þessar litlu ár í Ísafjarðardjúpi - vegna þess að skýrsla Hafró fjallar fyrst og fremst um þann þátt - og ef skýrsla Hafró á að verða einhver ákvarðandi þáttur í þessu heildardæmi, þá er verið að láta þessar þrjár litlu ár vega þungt en ekki tekið tillit til allra annarra hagsmuna. Ég gerði henni grein fyrir því,“ segir hann og bætir við:

„Ég hef auðvitað ekki burði ennþá alla vega til að gera lítið úr þessari skýrslu Hafró. En ég get þó bent á það að hún var unnin á stuttum tíma, af fjórum mönnum og það er á engan hátt hægt að jafna henni saman við áratuga uppbyggingu Hafrannsóknastofnunar á fiskveiðiráðgjöf sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »