„Skipin stækka og sjómönnum fækkar“

Skipverjar á Þerney ræða saman að loknum fundinum síðdegis í …
Skipverjar á Þerney ræða saman að loknum fundinum síðdegis í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls mega 54 sjómenn vænta uppsagnarbréfa frá HB Granda á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna fyrirtækisins með áhöfn Þerneyjar RE-1 síðdegis í dag. Lög um hópuppsagnir gilda ekki um áhafnir skipa.

Var skipverjunum tjáð að þeir muni ganga fyrir í laus pláss á öðrum skipum útgerðarinnar. Ljóst má þó vera að ekki er þar pláss fyrir alla, að sögn Bergs Þorkelssonar, gjaldkera Sjómannafélags Íslands, sem sótti fundinn fyrir hönd félagsins.

27 eru í áhöfn skipsins á hverjum tíma, en hún er tvöföld. Margir sjómannanna hafa starfað lengi fyrir HB Granda og eru þeir flestir með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, eftir fundinn í dag.
Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, eftir fundinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukin sjálfvæðing í sjávarútvegi

„Útgerðin er að láta smíða nýtt skip sem hún fær afhent eftir tvö ár,“ segir Bergur í samtali við mbl.is. „Ég myndi halda að það skip eigi að leysa af Þerney og eitthvert eitt annað skip.“

Bætir hann við að fram hafi komið á fundinum að HB Grandi hafi ekki sett skipið á söluskrá. Óvænt tilboð hafi borist og því hafi verið tekið. Söluverðið er, eins og 200 mílur greindu frá fyrr í dag, 1,4 milljarðar íslenskra króna.

Aðspurður hvort sala skipsins og uppsögn áhafnarinnar sé þannig til marks um aukna sjálfvæðingu í sjávarútvegi, segir Bergur að svo sé.

„Það er bara þannig. Skipin stækka og sjómönnum fækkar.“

200 míl­ur greindu fyrst frá fund­ar­boði HB Granda með áhöfn skips­ins og full­trúa Sjó­manna­fé­lags Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »