Drangey komin til heimahafnar á Sauðárkróki

mbl.is/Björn Björnsson

Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi.

Þá lýsti Jón skipinu og þakkaði öllum sem komu að þessu verkefni en sérstaklega þakkað hann Kristjáni Vilhelmsyni hjá Samherja mjög gott samstarf, en Drangeyjan er systurskip þriggja skipa Samherja. Drangey leysir af hólmi rúmlega fjörutíu ára gamalt skip félagsins, Klakk, sem mun verða selt. Það verður áhöfn Klakksins sem tekur við hinu nýja skipi undir skipstjórn Snorra Snorrasonar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra tók einnig til máls og ræddi um stórhug sem einkenndi sjávarútveg landsmanna sem kæmi meðal annars fram í því, sem væri sérlega ánægjulegt, að nánast öll hönnun og búnaður skipsins væri innlendur og væri það vottur um verulega skapandi tækni- og þekkingargreinar.

Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Skagafjarðar, flutti FISK Seafood haminguóskir sveitarfélagsins og árnaði skipi og áhöfn allra heilla og færði skipstjóra og framkvæmdastjóra félagsins blóm. Þá tók einnig til máls Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar, og gaf skipinu nafnið Drangey, en að lokum flutti séra Sigríður Gunnarsdóttir bæn og blessaði skipið, og færði skipinu að gjöf biblíu frá Sauðárkrókskirkju.

Að lokinni dagskrá var gestum boðið að þiggja veitingar í boði félagsins og ganga síðan um borð og skoða fleyið.

mbl.is/Björn Björnsson
mbl.is/Björn Björnsson
mbl.is/Björn Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »