„Lifandi plaggið“ andvana fætt

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Eggert

„Ég mun ekki samþykkja að lögfesta „lifandi plagg“ ef það er ekkert meira en andvana fætt.“

Þetta segir Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um þær tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem kynntar voru í gær. 

Skrifar hann um málið á Facebook-síðu sinni. Segir hann þar að í tillögunum sé eitt og annað gagnlegt og muni nýtast í frekari umræðu. Annað sé þó óásættanlegt og ófullnægjandi.

„Það hefur legið fyrir nú um tíma að tillögur sem fjalla ekkert um eða greina ekki samfélagsleg áhrif og hagsmuni fólks í þeim byggðarlögum sem mest eiga undir hafa eðli máls samkvæmt mjög takmarkað gildi einar og sér sem einhver grundvöllur að breiðri samstöðu,“ segir Teitur Björn.

Áður hefur verið gagnrýnt að í áhættumati Hafrannsóknastofnunar, sem starfshópurinn leggur til að byggt verði á, sé ekki tekið tillit til hagsmuna íbúa á svæðum þar sem fiskeldi er stundað eða það fyrirhugað.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að Hafrannsóknastofnun undirstrikaði það að áhættumatið „er lif­andi plagg og get­ur tekið breyt­ing­um, bæði í þá veru að auka fisk­eldi og minnka það.“

Teitur Björn segist líta svo á að næsta skref sé að dýpka umræðuna og breikka hana, meðal annars með samtölum við íbúa, sveitarstjórnarmenn og vísindasamfélagið.

„Þá á eftir að fá botn í nokkur veigamikil atriði áður en lengra verður haldið. Til að mynda hversu hratt fullvinna á áhættumatið fyrir Ísafjarðardjúp þar sem tekið er mið af þeirri þekkingu og tækni sem til staðar er til að koma í veg fyrir hugsanlega erfðablöndun,“ segir Teitur Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg
18.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Hlýri 62 kg
Þorskur 55 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 131 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.403 kg
Þorskur 1.180 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 2.596 kg
18.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 584 kg
Skrápflúra 364 kg
Sandkoli 206 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 52 kg
Steinbítur 33 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.366 kg
18.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Hlýri 62 kg
Þorskur 55 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 131 kg

Skoða allar landanir »