„Ég mun ekki samþykkja að lögfesta „lifandi plagg“ ef það er ekkert meira en andvana fætt.“
Þetta segir Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, um þær tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem kynntar voru í gær.
Skrifar hann um málið á Facebook-síðu sinni. Segir hann þar að í tillögunum sé eitt og annað gagnlegt og muni nýtast í frekari umræðu. Annað sé þó óásættanlegt og ófullnægjandi.
„Það hefur legið fyrir nú um tíma að tillögur sem fjalla ekkert um eða greina ekki samfélagsleg áhrif og hagsmuni fólks í þeim byggðarlögum sem mest eiga undir hafa eðli máls samkvæmt mjög takmarkað gildi einar og sér sem einhver grundvöllur að breiðri samstöðu,“ segir Teitur Björn.
Áður hefur verið gagnrýnt að í áhættumati Hafrannsóknastofnunar, sem starfshópurinn leggur til að byggt verði á, sé ekki tekið tillit til hagsmuna íbúa á svæðum þar sem fiskeldi er stundað eða það fyrirhugað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að Hafrannsóknastofnun undirstrikaði það að áhættumatið „er lifandi plagg og getur tekið breytingum, bæði í þá veru að auka fiskeldi og minnka það.“
Teitur Björn segist líta svo á að næsta skref sé að dýpka umræðuna og breikka hana, meðal annars með samtölum við íbúa, sveitarstjórnarmenn og vísindasamfélagið.
„Þá á eftir að fá botn í nokkur veigamikil atriði áður en lengra verður haldið. Til að mynda hversu hratt fullvinna á áhættumatið fyrir Ísafjarðardjúp þar sem tekið er mið af þeirri þekkingu og tækni sem til staðar er til að koma í veg fyrir hugsanlega erfðablöndun,“ segir Teitur Björn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |